Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 09:35 Fólk í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fylgist með fréttaflutningi af nýjustu eldflaugaskotunum. AP/Lee Jin-man Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. Að þessu sinni er talið að eldflaugarnar tvær hafi verið hefðbundnar skammdrægar eldflaugar en ríkisstjórn Norður-Kóreu segist hafa gert tvær tilraunir með svokallaða hljóðfráar eldflaugar. Þær ferðast á margföldum hljóðhraða og geta breytt stefnu með miklum hraða og er þess vegna erfitt að skjóta þær niður. Reuters hefur eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að eldflaugarnar hafi fallið í hafið undan austurströnd Norður-Kóreu. Þær eru sagðar hafa flogið um 38 kílómetra í um 42 kílómetra hæð. Kishi segir augljóst að Kóreumenn hafi notað tíð eldflaugaskot sín til að betrumbæta tækni þeirra og getu. „Ítrekuð eldflaugaskot frá Norður-Kóreu eru alvarlegt vandamál fyrir alþjóðasamfélagið og þar á meðal Japan,“ sagði Kishi. Vilja losna við þvinganir Eldflaugaskot Norður-Kóreu eru ekki leyfð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim ályktunum er ríkinu óheimilt að þróa eldflaugar vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum og ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum um árabil vegna þessara áætlana. Þrátt fyrir það hafa vísindamenn ríkisins komið upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið þau vopn langar vegalengdir. Engar tilraunir hafa verið gerðar með langdrægar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn víðsvegar um heiminn frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að Kim Jong Un, einræðisherra, vilji með tíðum eldflaugaskotum þvinga andstæðinga sína til að hefja viðræður á ný á sínum forsendum. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður. Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Að þessu sinni er talið að eldflaugarnar tvær hafi verið hefðbundnar skammdrægar eldflaugar en ríkisstjórn Norður-Kóreu segist hafa gert tvær tilraunir með svokallaða hljóðfráar eldflaugar. Þær ferðast á margföldum hljóðhraða og geta breytt stefnu með miklum hraða og er þess vegna erfitt að skjóta þær niður. Reuters hefur eftir Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japans, að eldflaugarnar hafi fallið í hafið undan austurströnd Norður-Kóreu. Þær eru sagðar hafa flogið um 38 kílómetra í um 42 kílómetra hæð. Kishi segir augljóst að Kóreumenn hafi notað tíð eldflaugaskot sín til að betrumbæta tækni þeirra og getu. „Ítrekuð eldflaugaskot frá Norður-Kóreu eru alvarlegt vandamál fyrir alþjóðasamfélagið og þar á meðal Japan,“ sagði Kishi. Vilja losna við þvinganir Eldflaugaskot Norður-Kóreu eru ekki leyfð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim ályktunum er ríkinu óheimilt að þróa eldflaugar vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum og ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum um árabil vegna þessara áætlana. Þrátt fyrir það hafa vísindamenn ríkisins komið upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið þau vopn langar vegalengdir. Engar tilraunir hafa verið gerðar með langdrægar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn víðsvegar um heiminn frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að Kim Jong Un, einræðisherra, vilji með tíðum eldflaugaskotum þvinga andstæðinga sína til að hefja viðræður á ný á sínum forsendum. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður.
Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. 5. janúar 2022 08:24
Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47