Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 17. janúar 2022 08:28 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á dögunum samning við Veiðifélag Laxdæla um leigu á Laxá í Dölum til næstu 10 ára. Hreggnasi kom að leigu Laxár í fyrsta skiptið árið 2014 og var strax hafist handa við alls kyns aðgerðir til að betrumbæta og hlúa að lífríki Laxár. Mjög hófsamur kvóti, skyldusleppingar á stórlaxi, lagfæringar á veiðistöðum og fiskvegagerð svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdir við endurbætur og stækkun á veiðihúsinu við Þrándargil eru þegar hafnar. Öll aðstaða og aðbúnaður veiðimanna mun taka miklum breytingum til batnaðar næstu tvö árin. Laxá í Dölum er með algjöfulustu ám landsins og er nær í sérflokki hvað varðar veiði per stöng og hlutfall stórlaxa í veiði. Mjög stórir árgangar seiða síðustu árin gefa fulla ástæðu til bjartsýni og ekki er ólíklegt að Laxá muni gera enn betur. En með opnun Laxastiga í Sólheimafossi opnast mikið búsvæði. Nær einsdæmi er að svo langur samningar sé gerður um veiðirétt á Íslandi, en Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á síðasta ári samskonar samning við Veiðifélag Grímsár og Tunguár í Borgarfirði. Er það til marks um gott samstarf landeigenda og leigutaka. Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði
Hreggnasi kom að leigu Laxár í fyrsta skiptið árið 2014 og var strax hafist handa við alls kyns aðgerðir til að betrumbæta og hlúa að lífríki Laxár. Mjög hófsamur kvóti, skyldusleppingar á stórlaxi, lagfæringar á veiðistöðum og fiskvegagerð svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdir við endurbætur og stækkun á veiðihúsinu við Þrándargil eru þegar hafnar. Öll aðstaða og aðbúnaður veiðimanna mun taka miklum breytingum til batnaðar næstu tvö árin. Laxá í Dölum er með algjöfulustu ám landsins og er nær í sérflokki hvað varðar veiði per stöng og hlutfall stórlaxa í veiði. Mjög stórir árgangar seiða síðustu árin gefa fulla ástæðu til bjartsýni og ekki er ólíklegt að Laxá muni gera enn betur. En með opnun Laxastiga í Sólheimafossi opnast mikið búsvæði. Nær einsdæmi er að svo langur samningar sé gerður um veiðirétt á Íslandi, en Veiðifélagið Hreggnasi undirritaði á síðasta ári samskonar samning við Veiðifélag Grímsár og Tunguár í Borgarfirði. Er það til marks um gott samstarf landeigenda og leigutaka.
Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði