Arteta: Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 23:31 Mikel Arteta var ánægður með sína menn í kvöld. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði leikmönnum liðsins eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þar sem hans menn þurftu að leika manni færri seinustu 65 mínútur leiksins. Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42