Brooklyn Nets mætti með alla þrjár súperstjörnurnar og vann stórt í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 07:30 Kevin Durant skorar eina af körfum sínum í sigrinum á Chicago Bulls í nótt. AP/Charles Rex Arbogast Brooklyn Nets sýndi styrk sinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sannfærandi útisigri á öflugu liði Chicago Bulls en þetta var einn af fáum leikjum í vetur þar sem allar þrjá súperstjörnur Brooklyn liðsins voru í búning. Kevin Durant skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 26 stiga sigur á Chicago Bulls, 138-112, en Jamas Harden bætti við 25 stigum, 16 stoðsendingum og 7 fráköstum. Kyrie Irving var reyndar bara með 9 stig en þetta var hans þriðji leikur á tímabilinu. James Harden's 16th dime of the night is definitely his best Going between the legs for the find as the @BrooklynNets lead on ESPN! pic.twitter.com/q5lQL9kTXf— NBA (@NBA) January 13, 2022 Brooklyn Nets hefur unnið báða leiki sína örugglega þegar þeir Durant, Harden og Irving hafa allir verið með. Bulls-vörnin átti fá svör á móti fullmönnuðu Brooklyn liði sem soraði 37 stig eða meira í þremur af fjórum leikhlutum sínum í leiknum. Chicago Bulls vann reyndar upphafsmínútur leiksins 7-2 og Brooklyn var bara tveimur stigum yfir í hálfleik. Nets menn fóru hins vegar á flug í þriðja leikhlutanum sem liði vann með tuttugu stigum, 39-19. Chicago liðið hefur spilað vel að undanförnu og hefur verið eitt allra besta liðið í deildinni. Þessi stórsigur er því sterk skilaboð frá Brooklyn Nets um að þar sé komið lið líklegt til að fara alla leið á þessu tímabili. KD going to work for the triple He's got a game-high 27 PTS and the @BrooklynNets have the lead heading into the fourth on ESPN! pic.twitter.com/KwdKruByoR— NBA (@NBA) January 13, 2022 LeBron James gerði sitt en það dugði ekki á móti Sacramento Kings. King-liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn en vann 125-116 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. LeBron var með 34 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en fékk ekki mikla hjálp frá Russell Westbrook sem klikkaði á tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum. Russell endaði leikinn með 8 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Malik Monk var með 22 stig. Hjá Kings var De'Aaron Fox með 29 stig, Harrison Barnes skoraði 23 stig og Tyrese Haliburton var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Lakers liðið var yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 23-40. Lakers menn náði að minnka muninn niður í tvö stig, 116-118, þegar 96 sekúndur voru eftir en Sacramento Kings endaði leikinn á 7-0 spretti. Seeing Green Jaylen Brown & Jayson Tatum combined for 67 points in the @celtics win! Jayson Tatum: 33 PTS, 7 REB, 2 STL, 2 BLK Jaylen Brown: 34 PTS, 5 REB, 7 3PM pic.twitter.com/1Lbi65ImMY— NBA (@NBA) January 13, 2022 Jaylen Brown og Jayson Tatum fóru báðir á kostum þegar Boston Celtics vann 119-100 sigur á Indiana Pacers. Brown skoraði 34 stig og Tatum var með 33 stig. Dennis Schroder bætti síðan við 23 stig og Boston endaði sex leikja taphrinu á útivelli. Þetta var líka í annað skiptið á þremur dögum sem Boston vann Indiana. Myles Turner var með 18 stig og Domantas Sabonis skoraði 17 stig í áttunda tapi Pacers í síðustu níu leikjum. Gordon Hayward was about his buckets in the @hornets win! 30 PTS (13-16 FGM) 4-4 3PM 7 AST 3 STL pic.twitter.com/idFwjYtRIc— NBA (@NBA) January 13, 2022 Gordon Hayward skoraði 30 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-98 útisigur á Philadelphia 76ers en Charlotte endaði með þessu sextán leikja og fimm ára taphrinu sínu í innbyrðis leikjum liðanna. Charlotte hafði ekki unnið 76ers síðan 2. nóvember 2016. Hayward hitti úr öllum níu skotum sínum í fyrri hálfleiknum og var þá kominn með 22 stig. Joel Embiid skoraði 31 stig í fimmta leiknum í röð en Philadelphia 76ers var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn. RJ Barrett dropped his second-straight 30+ point game in the @nyknicks win at The Garden! 32 PTS & 7 REB pic.twitter.com/qxw0Spmu3B— NBA (@NBA) January 13, 2022 RJ Barrett skoraði 32 stig fyrir New York Knicks og Mitchell Robinson var með 19 stig þegar liðið endaði sex leikja sigurgöngu Dallas Mavericks með 108-85 sigri. Julius Randle var með 17 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Dallas var Luka Doncic með 21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. 31 PTS on 9-of-10 shooting @TheofficialEG10's efficient scoring night fuels the @HoustonRockets to the road win! pic.twitter.com/zpegkSX4tT— NBA (@NBA) January 13, 2022 Dejounte Murray var með 32 stig og þrennu (11 stoðsendingar og 10 fráköst) en það kom þó ekki í veg fyrir að San Antonio Spurs tapaði 124-128 á heimavelli á móti Houston Rockets. Eric Gordon skoraði 31 stig fyrir Houston liðið. Þetta var fjórða tap Spurs í röð og það sjöunda í síðustu átta leikjum. Darius Garland (@dariusgarland22) dished out a career-high 15 assist on his way to his 1st career triple-double! 11 PTS | 10 REB | 15 AST pic.twitter.com/9VSKxQsa7V— NBA (@NBA) January 13, 2022 Darius Garland var með þrennu (11 stig, 10 fráköst, 15 stoðsendingar) þegar Cleveland Cavaliers vann tuttugu stiga útisigur á Utah Jazz, 111-91. Lamar Stevens skoraði 23 stig og Finninn Lauri Markkanen var með 20 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Chicago Bulls - Brooklyn Nets 112-138 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 125-116 Indiana Pacers - Boston Celtics 100-119 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 98-109 Washington Wizards -Orlando Magic 112-106 Atlanta Hawks - Miami Heat 91-115 New York Knicks - Dallas Mavericks 108-85 San Antonio Spurs - Houston Rockets 124-128 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 91-111 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Kevin Durant skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 26 stiga sigur á Chicago Bulls, 138-112, en Jamas Harden bætti við 25 stigum, 16 stoðsendingum og 7 fráköstum. Kyrie Irving var reyndar bara með 9 stig en þetta var hans þriðji leikur á tímabilinu. James Harden's 16th dime of the night is definitely his best Going between the legs for the find as the @BrooklynNets lead on ESPN! pic.twitter.com/q5lQL9kTXf— NBA (@NBA) January 13, 2022 Brooklyn Nets hefur unnið báða leiki sína örugglega þegar þeir Durant, Harden og Irving hafa allir verið með. Bulls-vörnin átti fá svör á móti fullmönnuðu Brooklyn liði sem soraði 37 stig eða meira í þremur af fjórum leikhlutum sínum í leiknum. Chicago Bulls vann reyndar upphafsmínútur leiksins 7-2 og Brooklyn var bara tveimur stigum yfir í hálfleik. Nets menn fóru hins vegar á flug í þriðja leikhlutanum sem liði vann með tuttugu stigum, 39-19. Chicago liðið hefur spilað vel að undanförnu og hefur verið eitt allra besta liðið í deildinni. Þessi stórsigur er því sterk skilaboð frá Brooklyn Nets um að þar sé komið lið líklegt til að fara alla leið á þessu tímabili. KD going to work for the triple He's got a game-high 27 PTS and the @BrooklynNets have the lead heading into the fourth on ESPN! pic.twitter.com/KwdKruByoR— NBA (@NBA) January 13, 2022 LeBron James gerði sitt en það dugði ekki á móti Sacramento Kings. King-liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn en vann 125-116 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. LeBron var með 34 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en fékk ekki mikla hjálp frá Russell Westbrook sem klikkaði á tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum. Russell endaði leikinn með 8 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Malik Monk var með 22 stig. Hjá Kings var De'Aaron Fox með 29 stig, Harrison Barnes skoraði 23 stig og Tyrese Haliburton var með 14 stig og 10 stoðsendingar. Lakers liðið var yfir í hálfleik en tapaði þriðja leikhlutanum 23-40. Lakers menn náði að minnka muninn niður í tvö stig, 116-118, þegar 96 sekúndur voru eftir en Sacramento Kings endaði leikinn á 7-0 spretti. Seeing Green Jaylen Brown & Jayson Tatum combined for 67 points in the @celtics win! Jayson Tatum: 33 PTS, 7 REB, 2 STL, 2 BLK Jaylen Brown: 34 PTS, 5 REB, 7 3PM pic.twitter.com/1Lbi65ImMY— NBA (@NBA) January 13, 2022 Jaylen Brown og Jayson Tatum fóru báðir á kostum þegar Boston Celtics vann 119-100 sigur á Indiana Pacers. Brown skoraði 34 stig og Tatum var með 33 stig. Dennis Schroder bætti síðan við 23 stig og Boston endaði sex leikja taphrinu á útivelli. Þetta var líka í annað skiptið á þremur dögum sem Boston vann Indiana. Myles Turner var með 18 stig og Domantas Sabonis skoraði 17 stig í áttunda tapi Pacers í síðustu níu leikjum. Gordon Hayward was about his buckets in the @hornets win! 30 PTS (13-16 FGM) 4-4 3PM 7 AST 3 STL pic.twitter.com/idFwjYtRIc— NBA (@NBA) January 13, 2022 Gordon Hayward skoraði 30 stig þegar Charlotte Hornets vann 109-98 útisigur á Philadelphia 76ers en Charlotte endaði með þessu sextán leikja og fimm ára taphrinu sínu í innbyrðis leikjum liðanna. Charlotte hafði ekki unnið 76ers síðan 2. nóvember 2016. Hayward hitti úr öllum níu skotum sínum í fyrri hálfleiknum og var þá kominn með 22 stig. Joel Embiid skoraði 31 stig í fimmta leiknum í röð en Philadelphia 76ers var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn. RJ Barrett dropped his second-straight 30+ point game in the @nyknicks win at The Garden! 32 PTS & 7 REB pic.twitter.com/qxw0Spmu3B— NBA (@NBA) January 13, 2022 RJ Barrett skoraði 32 stig fyrir New York Knicks og Mitchell Robinson var með 19 stig þegar liðið endaði sex leikja sigurgöngu Dallas Mavericks með 108-85 sigri. Julius Randle var með 17 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Dallas var Luka Doncic með 21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. 31 PTS on 9-of-10 shooting @TheofficialEG10's efficient scoring night fuels the @HoustonRockets to the road win! pic.twitter.com/zpegkSX4tT— NBA (@NBA) January 13, 2022 Dejounte Murray var með 32 stig og þrennu (11 stoðsendingar og 10 fráköst) en það kom þó ekki í veg fyrir að San Antonio Spurs tapaði 124-128 á heimavelli á móti Houston Rockets. Eric Gordon skoraði 31 stig fyrir Houston liðið. Þetta var fjórða tap Spurs í röð og það sjöunda í síðustu átta leikjum. Darius Garland (@dariusgarland22) dished out a career-high 15 assist on his way to his 1st career triple-double! 11 PTS | 10 REB | 15 AST pic.twitter.com/9VSKxQsa7V— NBA (@NBA) January 13, 2022 Darius Garland var með þrennu (11 stig, 10 fráköst, 15 stoðsendingar) þegar Cleveland Cavaliers vann tuttugu stiga útisigur á Utah Jazz, 111-91. Lamar Stevens skoraði 23 stig og Finninn Lauri Markkanen var með 20 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Chicago Bulls - Brooklyn Nets 112-138 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 125-116 Indiana Pacers - Boston Celtics 100-119 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 98-109 Washington Wizards -Orlando Magic 112-106 Atlanta Hawks - Miami Heat 91-115 New York Knicks - Dallas Mavericks 108-85 San Antonio Spurs - Houston Rockets 124-128 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 91-111
Úrslitin í NBA í nótt: Chicago Bulls - Brooklyn Nets 112-138 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 125-116 Indiana Pacers - Boston Celtics 100-119 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 98-109 Washington Wizards -Orlando Magic 112-106 Atlanta Hawks - Miami Heat 91-115 New York Knicks - Dallas Mavericks 108-85 San Antonio Spurs - Houston Rockets 124-128 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 91-111
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti