„Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 12:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10
Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48