Lífið

Stundum gaman að vera í sviðsljósinu en líka gott að kúpla sig út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marín Manda fer af stað með þáttinn Spegilmyndin á Stöð 2.
Marín Manda fer af stað með þáttinn Spegilmyndin á Stöð 2.

Hún var á síðum allra blaða fyrir rúmum áratug en hvarf svo úr sviðsljósinu. Nú var hún að fara af stað með glænýja þætti á Stöð 2 um allt sem tengist því nýjasta í lýtalækningum, heilsu, mataræði, umhirðu húðar og öðru sem tengist fegurð.

Sindri Sindrason tók morgunbollann með Marínu Möndu Magnúsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þættirnir hennar nýju bera nafnið Spegilmyndin.

„Núna vakna ég snemma því ég á litla dömu sem sefur ekki mikið,“ segir Marín Manda og heldur áfram.

„Ég var mikið í sviðsljósinu en það er þetta með það, það er svolítið eins og að vega salt. Stundum er það í lagi, stundum ekki. Stundum þarf maður bara svona aðeins að kúpla sig út og bara fá að lifa lífinu.“

Marín býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum.

„Hugmyndin að þáttunum kviknaði í raun og veru eitt kvöld. Ég heima að horfa á sjónvarpið, breskan þátt um allskonar sem tengist konum. Þar var verið að ræða mjög opinskátt um allskonar aðgerðir og meðferðir og hitt og þetta. Ég varð bara forvitinn og langaði að vita hvernig þetta væri hér á landi.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en fyrsti þátturinn af Spegilmyndinni var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.