Kassym-Jomart Tokajev, forseti Kasakstans, greindi þingi landsins frá þessu fyrr í dag.
Forsetinn segir að hersveitirnar muni hefja brottför sína eftir tvo daga og munu alveg hafa yfirgefið Kasakstan eftir tólf daga, að því er segir í frétt Reuters.
Hersveitirnar, sem eru á vegum öryggisbandalagsins CSTO, komu til Kasakstans eftir að stjórnvöld þar í landi óskuðu eftir aðstoð vegna umfangsmikilla mótmæla víða um land sem hófust vegna hækkandi eldsneytisverðs.
Um 10 þúsund manns voru handteknir í mótmælunum og létust 164 manns í átökum lögreglu og mótmælenda. Kveikt var í nokkrum fjölda opinberra bygginga í mótmælunum.