Þrír efstu á óskalista Arnars Þórs eru Íslendingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 13:01 Arnar Þór Viðarsson er í leit að aðstoðarmanni. vísir/vilhelm Þrír efstu á óskalista Arnars Þórs Viðarssonar yfir næsta aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru Íslendingar. Þeir eru allir í starfi sem stendur. Arnar leitar að aðstoðarmanni eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti í síðasta mánuði. Davíð Snorri Jónasson og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfarar U-21 og U-19 ára landsliða karla, verða Arnari til aðstoðar í vináttulandsleikjunum gegn Úganda og Suður-Kóreu í þessari viku. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði Arnar að gengið yrði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina. Á blaðamannafundi í dag var Arnar spurður út í stöðuna á ráðningarferli nýs aðstoðarþjálfara. „Þrír efstu á blaði eru Íslendingar. Mér finnst best fyrir íslenska landsliðið og KSÍ að vera með íslenskan aðstoðarþjálfara, helst aðila sem er búsettur á Íslandi. Ég er ekki hundrað prósent af tímanum á Íslandi þó ég sé mikið þar. Mér og mínum yfirmönnum hefur fundist réttast að fara þá leið. Strax eftir leikina förum við í það að reyna að klára þau mál,“ sagði Arnar. Undanfarinn áratug eða svo hefur aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins verið í fullu starfi og engin breyting verður þar á núna að sögn Arnars. Hann hefur nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig mann hann vill fá í starfið. „Það sem ég vil er að vinna með fólki sem ég get treyst. Mann sem þekkir ekki bara íslenska knattspyrnu heldur einnig umhverfið, hefur reynslu í landsliðsumhverfi. Ef það er aðili með mikla reynslu og eldri gæti það verið plús en aldurinn er samt ekki svo mikilvægur,“ sagði Arnar. Ísland mætir Úganda á miðvikudaginn og Suður-Kóreu á laugardaginn. Leikirnir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. KSÍ Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Arnar leitar að aðstoðarmanni eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti í síðasta mánuði. Davíð Snorri Jónasson og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfarar U-21 og U-19 ára landsliða karla, verða Arnari til aðstoðar í vináttulandsleikjunum gegn Úganda og Suður-Kóreu í þessari viku. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði Arnar að gengið yrði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina. Á blaðamannafundi í dag var Arnar spurður út í stöðuna á ráðningarferli nýs aðstoðarþjálfara. „Þrír efstu á blaði eru Íslendingar. Mér finnst best fyrir íslenska landsliðið og KSÍ að vera með íslenskan aðstoðarþjálfara, helst aðila sem er búsettur á Íslandi. Ég er ekki hundrað prósent af tímanum á Íslandi þó ég sé mikið þar. Mér og mínum yfirmönnum hefur fundist réttast að fara þá leið. Strax eftir leikina förum við í það að reyna að klára þau mál,“ sagði Arnar. Undanfarinn áratug eða svo hefur aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins verið í fullu starfi og engin breyting verður þar á núna að sögn Arnars. Hann hefur nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig mann hann vill fá í starfið. „Það sem ég vil er að vinna með fólki sem ég get treyst. Mann sem þekkir ekki bara íslenska knattspyrnu heldur einnig umhverfið, hefur reynslu í landsliðsumhverfi. Ef það er aðili með mikla reynslu og eldri gæti það verið plús en aldurinn er samt ekki svo mikilvægur,“ sagði Arnar. Ísland mætir Úganda á miðvikudaginn og Suður-Kóreu á laugardaginn. Leikirnir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport.
KSÍ Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira