Brady neitaði að koma af velli fyrr en Gronk hafði tryggt sér 130 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 14:01 Liðsfélagarnir og vinirnir Tom Brady og Rob Gronkowski hjá Tampa Bay Buccaneers Getty/Jared C. Tilton Leikmenn í NFL-deildinni fá margir hverjir bónusgreiðslur tengdum afrekum þeirra inn á vellinum og ekki síst leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða að byrja aftur að spila. Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira