Frægur eftir að hafa hermt eftir markverði: „Varð miklu stærra en ég hélt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2022 10:01 Þorleifur Úlfarsson sýndi leikhæfileika sína þegar hann hermdi eftir markverði UCLA. vísir/vilhelm Þorleifur Úlfarsson vakti mikla athygli, jafnvel heimsathygli, fyrir rimmu sína við markvörð UCLA í bandaríska háskólaboltanum. Hann segir að atvikið hafi orðið miklu stærra en hann bjóst við. Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira