Er ekki bara best að sleppa þumlinum? Þórdís Valsdóttir skrifar 7. janúar 2022 14:30 Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli. Stóra spurningin er; er like tjáning? Ertu að tjá skoðun þína á málunum með því að setja þumal við færslu? Sumir telja svo vera og aðrir ekki. Tjáningarfrelsi er á meðal mikilvægustu réttinda okkar í samfélaginu. Tjáningarfrelsi nær einnig til þeirra sem teljast þjóðþekktir einstaklingar en þessir einstaklingar lúta þó öðrum leikreglum en almenningur, um það verður ekki deilt. Það liggur í augum uppi að það er gjörningur að bregðast við færslum á samfélagsmiðlum, hvort sem það er tjáning eða ekki. Þú velur að setja like við mynd af barni vinar þíns eða hjarta við fyndið myndband af ketti. Þú tekur ákvörðun um að bregðast við færslu, hver svo sem meiningin á bak við þumalinn er. Sumir vilja meina að það teljist til ofsókna að setja út á þumlagleði þeirra sem gegna valda- og ábyrgðarstöðum í samfélaginu. En ég spyr, er til of mikils ætlað af þeim einstaklingum að láta hjá liggja að bregðast við færslum sem teljast verulega umdeildar? Samskiptamynstur okkar hefur breyst gríðarlega, einu sinni var ekki til Messenger og við töluðum saman í síma eða áttum jafnvel pennavini. Nú heyra símtöl nánast til undantekninga og yfir 90% landsmanna nota Facebook. Mögulega er hægt að tala um ákveðið kynslóðabil þar sem yngri kynslóðin túlkar samskipti eða viðbrögð við færslum á samfélagsmiðlum öðruvísi en eldri kynslóðin en ekki má þó gleymast að einstaklingar velja það að setja like, hjarta eða önnur tjákn. Það er val hvers og eins hvort og þá hvernig like-um er útdeilt. Við erum í miðri byltingu sem er að miklu leyti knúin áfram af yngri kynslóðinni. Byltingin hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og því má segja að samskiptareglur miðlanna ráði þar miklu. Nú láta konur ekki lengur bjóða sér að á þeim sé káfað, þær séu lítillækkaðar og segja má að tími hins margrómaða „kvennabósa“ sé útrunninn. Þau mál tengd kynbundnu ofbeldi og áreitni sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið eru einungis toppurinn á ísjakanum og fleiri mál munu koma upp á yfirborðið. Kannski er tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur ítrekað ratað í fréttir að háttsett fólk innan þjóðfélagsins setji like, eða jafnvel hjörtu eða önnur tjákn á umdeildar færslur. Þá virðist alltaf sama umræðan fara af stað, hvort verið sé að oftúlka gjörninginn eða hvort sá sem setti þumal á tiltekna færslu sé með gjörningnum að taka afstöðu í viðkvæmu máli. Stóra spurningin er; er like tjáning? Ertu að tjá skoðun þína á málunum með því að setja þumal við færslu? Sumir telja svo vera og aðrir ekki. Tjáningarfrelsi er á meðal mikilvægustu réttinda okkar í samfélaginu. Tjáningarfrelsi nær einnig til þeirra sem teljast þjóðþekktir einstaklingar en þessir einstaklingar lúta þó öðrum leikreglum en almenningur, um það verður ekki deilt. Það liggur í augum uppi að það er gjörningur að bregðast við færslum á samfélagsmiðlum, hvort sem það er tjáning eða ekki. Þú velur að setja like við mynd af barni vinar þíns eða hjarta við fyndið myndband af ketti. Þú tekur ákvörðun um að bregðast við færslu, hver svo sem meiningin á bak við þumalinn er. Sumir vilja meina að það teljist til ofsókna að setja út á þumlagleði þeirra sem gegna valda- og ábyrgðarstöðum í samfélaginu. En ég spyr, er til of mikils ætlað af þeim einstaklingum að láta hjá liggja að bregðast við færslum sem teljast verulega umdeildar? Samskiptamynstur okkar hefur breyst gríðarlega, einu sinni var ekki til Messenger og við töluðum saman í síma eða áttum jafnvel pennavini. Nú heyra símtöl nánast til undantekninga og yfir 90% landsmanna nota Facebook. Mögulega er hægt að tala um ákveðið kynslóðabil þar sem yngri kynslóðin túlkar samskipti eða viðbrögð við færslum á samfélagsmiðlum öðruvísi en eldri kynslóðin en ekki má þó gleymast að einstaklingar velja það að setja like, hjarta eða önnur tjákn. Það er val hvers og eins hvort og þá hvernig like-um er útdeilt. Við erum í miðri byltingu sem er að miklu leyti knúin áfram af yngri kynslóðinni. Byltingin hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og því má segja að samskiptareglur miðlanna ráði þar miklu. Nú láta konur ekki lengur bjóða sér að á þeim sé káfað, þær séu lítillækkaðar og segja má að tími hins margrómaða „kvennabósa“ sé útrunninn. Þau mál tengd kynbundnu ofbeldi og áreitni sem hafa verið til umræðu upp á síðkastið eru einungis toppurinn á ísjakanum og fleiri mál munu koma upp á yfirborðið. Kannski er tímabært að allar kynslóðir aðlagi sig að breyttu umhverfi samskipta á tímum samfélagsmiðla og hugsi sig tvisvar um áður en þumallinn er mundaður. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar