Stoltur og glaður Milos með „bestu leikmenn deildarinnar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 12:36 Milos Milojevic hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö. Malmö FF Sigursælasta knattspyrnulið Svíþjóðar, ríkjandi meistarar Malmö, hafa ákveðið að veðja á íslenskan þjálfara til að leiða liðið áfram eftir að Jon Dahl Tomasson, sem reyndar á íslenskan afa, kvaddi félagið. Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43