Svartsýnasta spáin myndi valda „gríðarlegum áföllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2022 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta. 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42
1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57