Malmö hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 12:00 að íslenskum tíma þar sem Milos verður kynntur sem nýr þjálfari liðsins. Hann tekur við því af Jon Dahl Tomasson sem hætti eftir síðasta tímabil.
Idag, fredagen den 7 januari klockan 13:00, håller Malmö FF presskonferens på Eleda Stadion.
— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022
Milos var síðast þjálfari Hammarby. Hann var rekinn þaðan eftir að hann ræddi við Rosenborg í leyfisleysi. Síðan þá hefur Milos meðal annars verið orðaður við serbneska stórliðið Rauðu stjörnuna. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins um tíma.
Milos lék hér á landi með Hamri, Ægi og Víkingi og þjálfaði síðan karlalið Víkings og Breiðabliks. Hann náði svo eftirtektarverðum árangri sem þjálfari Mjällby í Svíþjóð.
Malmö sigursælasta liðið í Svíþjóð með 22 meistaratitla og fjórtán bikartitla. Liðið spilaði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót.