Gerrard gæti endurnýjað kynnin við gamlan liðsfélaga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 17:31 Steven Gerrard og Philippe Coutinho léku saman með Liverpool í tvö og hálft ár á sínum tíma. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Philippe Coutinho hjá Barcelona hefur verið í umræðunni síðustu daga og leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis félög á Englandi. Þar á meðal er Aston Villa, en Coutinho lék með stjóra liðsins, Steven Gerrard, hjá Liverpool á sínum tíma. Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira
Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Sjá meira