Margir hefðu gefið mikið fyrir að fá að vera fyrir aftan mark Liverpool þegar markið kom. Einn af þeim sem var þar hafði þó ekki tíma til að fylgjast með leiknum.
Ein af myndunum sem náðust af marki Kovacic sýndi einn áhorfandann á Stamford Bridge þar sem hann var of upptekin í símanum sínum til að verð að vitni af hinu magnaða skoti Króatans.
Boltinn barst út fyrir teiginn þar sem Mateo Kovacic tók hann viðstöðulaust og sendi hann óverjandi í bláhornið.
Það er kannski svolítið dæmigert fyrir nútímann að eyða pening og tíma í að vera á staðnum en láta samt símann sinn stela athyglinni.
Það er ekki eins og markið hafi komið upp í þurru því Liverpool menn höfðu rétt áður komið boltanum frá marki sínu.
Kannski var áhorfandinn að fá mikilvæg skilaboð í símanum en ef svo er þá var tímasetningin afar óheppileg. Hann getur samt alltaf horft á markið aftur í sjónvarpinu.
Það má sjá myndina af honum að missa markinu hér fyrir neðan.