Margir leikmenn sagðir vilja komast í burtu frá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 10:31 Ralf Rangnick eftir tapleik Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford á mánudagskvöldið. Getty/Gareth Copley Það er ljóst að næstu vikur og mánuðir verða mjög krefjandi fyrir Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra Manchester United. Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira