Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 09:31 Novak Djokovic vann þrjú risamót á síðasta ári og er fremsti tennisspilari heims. Getty/Oscar Gonzalez Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis. Tennis Ástralía Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis.
Tennis Ástralía Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira