Lukaku búinn að segja sorrí og verður í hóp gegn Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 14:55 Sættir hafa náðst milli Thomasar Tuchel og Romelus Lukaku. getty/Robin Jones Romelu Lukaku hefur beðist afsökunar á ummælum sínum við Sky Sports á Ítalíu og verður í leikmannahópi Chelsea gegn Tottenham í undanúrslitum deildabikarsins annað kvöld. Belginn var ekki í leikmannahópi Chelsea þegar liðið gerði jafntefli við Liverpool, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag vegna umdeilds viðtals sem hann fór í á Sky Sports á Ítalíu. Þar sagðist Lukaku ekki vera nógu ánægður hjá Chelsea og gagnrýndi Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra liðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Tuchel að þeir Lukaku hefðu fundað í gær og skilið sáttir. „Hann baðst afsökunar og kemur aftur í hópinn fyrir æfinguna í dag,“ sagði Tuchel. „Fyrir mér var mikilvægast að skilja að þetta var ekki viljandi gert. Hann ætlaði ekki að skapa svona óróa fyrir stóran leik.“ Tuchel segir að Lukaku sé meðvitaður um vandræðin sem hann bakaði með ummælum sínum og hann ætli sér að bæta upp fyrir mistökin. „Hann er enn okkar leikmaður og við höfum góða ástæðu til að láta hann spila fyrir okkur og sannfæra hann um að leggja sig allan fram,“ sagði Tuchel. Chelsea keypti Lukaku frá Inter fyrir tæpar hundrað milljónir punda í sumar. Hann hefur skorað sjö mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Tengdar fréttir Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins. 4. janúar 2022 08:30 Segir að Lukaku þurfi að biðjast afsökunar til að eiga framtíð hjá Chelsea Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, segir að Romelu Lukaku þurfi að biðjast afsökunar á viðtali sem hann fór í ætli hann sér að eiga framtíð hjá Chelsea. 3. janúar 2022 20:01 Silva verður áfram í herbúðum Chelsea Varnarmaðurinn reynslumikli Thiago Silva hefur framlengt samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Chelsea. 3. janúar 2022 19:00 Lukaku vill endurnýja kynnin við Conte hjá Spurs Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, vill spila aftur undir stjórn Antonios Conte, knattspyrnustjóra Tottenham. 3. janúar 2022 13:01 Svekkjandi jafntefli á Brúnni Chelsea og Liverpool skildu jöfn eftir stórskemmtilegan leik á Stamford Bridge. Liverpool komst í 0-2 áður en leikmönnum Chelsea tókst að jafna. Lokatölur á Brúnni 2-2. 2. janúar 2022 18:30 Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26 Lukaku gagnrýnir Tuchel og segist ætla að snúa aftur til Inter í framtíðinni Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gagnrýnt leikskipulag Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea. Þá segist hann ekki vera ánægður með hvernig hann skildi við Ítalíumeistara Inter og að hann muni snúa aftur til þeirra í framtíðinni. 30. desember 2021 19:01 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Belginn var ekki í leikmannahópi Chelsea þegar liðið gerði jafntefli við Liverpool, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag vegna umdeilds viðtals sem hann fór í á Sky Sports á Ítalíu. Þar sagðist Lukaku ekki vera nógu ánægður hjá Chelsea og gagnrýndi Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra liðsins. Á blaðamannafundi í dag sagði Tuchel að þeir Lukaku hefðu fundað í gær og skilið sáttir. „Hann baðst afsökunar og kemur aftur í hópinn fyrir æfinguna í dag,“ sagði Tuchel. „Fyrir mér var mikilvægast að skilja að þetta var ekki viljandi gert. Hann ætlaði ekki að skapa svona óróa fyrir stóran leik.“ Tuchel segir að Lukaku sé meðvitaður um vandræðin sem hann bakaði með ummælum sínum og hann ætli sér að bæta upp fyrir mistökin. „Hann er enn okkar leikmaður og við höfum góða ástæðu til að láta hann spila fyrir okkur og sannfæra hann um að leggja sig allan fram,“ sagði Tuchel. Chelsea keypti Lukaku frá Inter fyrir tæpar hundrað milljónir punda í sumar. Hann hefur skorað sjö mörk í átján leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins. 4. janúar 2022 08:30 Segir að Lukaku þurfi að biðjast afsökunar til að eiga framtíð hjá Chelsea Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, segir að Romelu Lukaku þurfi að biðjast afsökunar á viðtali sem hann fór í ætli hann sér að eiga framtíð hjá Chelsea. 3. janúar 2022 20:01 Silva verður áfram í herbúðum Chelsea Varnarmaðurinn reynslumikli Thiago Silva hefur framlengt samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Chelsea. 3. janúar 2022 19:00 Lukaku vill endurnýja kynnin við Conte hjá Spurs Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, vill spila aftur undir stjórn Antonios Conte, knattspyrnustjóra Tottenham. 3. janúar 2022 13:01 Svekkjandi jafntefli á Brúnni Chelsea og Liverpool skildu jöfn eftir stórskemmtilegan leik á Stamford Bridge. Liverpool komst í 0-2 áður en leikmönnum Chelsea tókst að jafna. Lokatölur á Brúnni 2-2. 2. janúar 2022 18:30 Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26 Lukaku gagnrýnir Tuchel og segist ætla að snúa aftur til Inter í framtíðinni Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gagnrýnt leikskipulag Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea. Þá segist hann ekki vera ánægður með hvernig hann skildi við Ítalíumeistara Inter og að hann muni snúa aftur til þeirra í framtíðinni. 30. desember 2021 19:01 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins. 4. janúar 2022 08:30
Segir að Lukaku þurfi að biðjast afsökunar til að eiga framtíð hjá Chelsea Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, segir að Romelu Lukaku þurfi að biðjast afsökunar á viðtali sem hann fór í ætli hann sér að eiga framtíð hjá Chelsea. 3. janúar 2022 20:01
Silva verður áfram í herbúðum Chelsea Varnarmaðurinn reynslumikli Thiago Silva hefur framlengt samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Chelsea. 3. janúar 2022 19:00
Lukaku vill endurnýja kynnin við Conte hjá Spurs Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, vill spila aftur undir stjórn Antonios Conte, knattspyrnustjóra Tottenham. 3. janúar 2022 13:01
Svekkjandi jafntefli á Brúnni Chelsea og Liverpool skildu jöfn eftir stórskemmtilegan leik á Stamford Bridge. Liverpool komst í 0-2 áður en leikmönnum Chelsea tókst að jafna. Lokatölur á Brúnni 2-2. 2. janúar 2022 18:30
Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 2. janúar 2022 10:26
Lukaku gagnrýnir Tuchel og segist ætla að snúa aftur til Inter í framtíðinni Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gagnrýnt leikskipulag Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea. Þá segist hann ekki vera ánægður með hvernig hann skildi við Ítalíumeistara Inter og að hann muni snúa aftur til þeirra í framtíðinni. 30. desember 2021 19:01