Stjarnan stakk af í byrjun leiks og vann á endanum tuttugu stiga sigur á liðinu sem hafði nokkrum dögum fyrr unnið Keflavík í Reykjanesbæjarslagnum.
Sá leikur fór fram í Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar og var fyrsti útisigur Njarðvíkur síðan 14. október.
Njarðvík hafði leikið þrjá af fjórum leikjunum í sigurgöngunni í Ljónagryfjunni og sá fjórði var síðan á Sunnubrautinni í Keflavík.
Njarðvík hafði þar á undan tapað útileikjum sínum í Grindavík og í DHL-höllinni. Í báðum leikjum voru Njarðvíkingar langt frá sínu besta.
Það er því liðinn 82 dagar frá því að Njarðvíkurliðið fagnaði sigri utan Reykjanesbæjar.
- Síðustu leikir Njarðvíkur utan Reykjanesbæjar í Subway-deildinni:
- 3. janúar 2022 í Garðabæ: 20 stiga tap á móti Stjörnunni (77-97)
- 29. október 2021 í Vesturbænum: 16 stiga tap á móti KR (75-91)
- 25. október 2021 í Grindavík: 5 stiga tap á móti Grindavík (82-87)
- 14. október 2021 á Akureyri: 18 stiga sigur á Þór Ak. (109-91)