Paul Ince hefur áhyggjur: Segir leikmenn Man. United vera út um allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 09:31 Cristiano Ronaldo var með fyrirliðabandið í tapleiknum á móti Úlfunum á Old Trafford í gærkvöldi. AP/Dave Thompson Fyrrum lykilmaður á miðju Manchester United hefur áhyggjur af sínu gamla félagi eftir að hafa horft upp á liðið tapa 1-0 fyrir Úlfunum í gær. Ralf Rangnick er sestur í stjórastólinn hjá Manchester United og var fljótur að breyta yfir í sinn leikstíl. Byrjunin hefur ekki verið upp á marga fiska og sérstaklega ekki í samanburði við byrjun Antonio Conte með Tottenham liðið sem hefur gerbreyst á örskömmum tíma eftir að Ítalinn tók við. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Leikurinn í gær var sjötti leikur Manchester United undir stjórn hins þýska Ralf Rangnick en í fyrsta sinn sem liðið tapar undir hans stjórn. Fram að því hafði United unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli. Fyrir aðeins nokkrum dögum vann liðið 3-1 heimasigur á Burnley en að þessu sinni var liðið bæði markalaust og stigalaust á móti liði sem var neðar í töflunni. Paul Ince var í settinu hjá Sky Sports ásamt Jamie Redknapp og þeir fóru yfir frammistöðu Manchester United á heimavelli sínum í gær. „Það er virkileg ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála. Sjáið bara hvað Conte hefur gert á stuttum tíma hjá Tottenham í bara sjö eða átta leikjum,“ sagði Paul Ince. „Rangnick er búinn að fá fimm leiki núna en ég sé ekki hvað þeir eiga að vera að gera. Þeir eru út um allt,“ sagði Ince. „Þeir hafa enga trú á þessu og treysta ekki hverjum öðrum. Þeir eru fyrst og fremst að spila sem einstaklingar. Þegar Bruno Fernandes kom inn á völlinn þá litum við betur út en við erum bara að vona að þetta lagist,“ sagði Ince. Það má sjá umræðu þeirra Jamie Redknapp og Paul Ince hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Ralf Rangnick er sestur í stjórastólinn hjá Manchester United og var fljótur að breyta yfir í sinn leikstíl. Byrjunin hefur ekki verið upp á marga fiska og sérstaklega ekki í samanburði við byrjun Antonio Conte með Tottenham liðið sem hefur gerbreyst á örskömmum tíma eftir að Ítalinn tók við. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Leikurinn í gær var sjötti leikur Manchester United undir stjórn hins þýska Ralf Rangnick en í fyrsta sinn sem liðið tapar undir hans stjórn. Fram að því hafði United unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli. Fyrir aðeins nokkrum dögum vann liðið 3-1 heimasigur á Burnley en að þessu sinni var liðið bæði markalaust og stigalaust á móti liði sem var neðar í töflunni. Paul Ince var í settinu hjá Sky Sports ásamt Jamie Redknapp og þeir fóru yfir frammistöðu Manchester United á heimavelli sínum í gær. „Það er virkileg ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála. Sjáið bara hvað Conte hefur gert á stuttum tíma hjá Tottenham í bara sjö eða átta leikjum,“ sagði Paul Ince. „Rangnick er búinn að fá fimm leiki núna en ég sé ekki hvað þeir eiga að vera að gera. Þeir eru út um allt,“ sagði Ince. „Þeir hafa enga trú á þessu og treysta ekki hverjum öðrum. Þeir eru fyrst og fremst að spila sem einstaklingar. Þegar Bruno Fernandes kom inn á völlinn þá litum við betur út en við erum bara að vona að þetta lagist,“ sagði Ince. Það má sjá umræðu þeirra Jamie Redknapp og Paul Ince hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira