„Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin“ Atli Arason skrifar 3. janúar 2022 22:27 Hilmar Smári Henningsson segir að troðslan í traffík komi við gott tækifæri. Mynd/FIBA Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Stjörnunnar, var kampakátur með 20 stiga sigur á Njarðvík í kvöld, 97-77. „Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Þetta var frábært, mjög góður sigur. Loksins byrjum við leik frá fyrstu mínútu og náum að setja saman fjörutíu mínútur þó það komu nokkrar mínútur undir lokin þar sem við döluðum aðeins. Þrátt fyrir það er ég þvílíkt sáttur með sigurinn,“ sagði Hilmar í viðtali við Vísi eftir leik. Stjarnan byrjaði leikin vel og leiddi alveg frá upphafi til enda en heimamenn komust mest í 26 stiga forskot í upphafi síðari hálfleiks. „Að sjálfsögðu hjálpar það [að byrja vel] en eins og við vitum í þessari deild og hefur marg oft komið fyrir, þá geta lið komið til baka. Eins og við sjálfir í síðasta leik gegn Blikum þegar við vorum 18 stigum undir og komum til baka til að sigra. Það er ekkert sjálfsagt að vinna leikin þegar maður er 20 stigum yfir. Það þarf þvílíkan kjark, metnað og einbeitingu til að halda þessu forskoti. Ég er þvílíkt sáttur með liðið að ná að halda þessari forystu í þennan tíma.“ Hilmar átti mjög fínan leik í kvöld með 14 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það komu alls fjórar fallegar troðslur í þessum leik en enginn þeirra kom frá Hilmari. Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson í útvarpsþættinum Boltinn Lýgur Ekki hafa mikið verið að kalla eftir því að Hilmar troði í traffík og Hilmar hefur orðið var við þá umræðu og hafði mikið gaman af er hann var spurður út í þessi ummæli þeirra BLE bræðra. „Það kemur bara við gott tækifæri,“ sagði Hilmar og hló mikið áður en hann bætti við, „ég er ekki að reyna að þrýsta neinu, þetta er bara tvö stig. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá rokk stigin. Það kannski styttist í þetta, við sjáum til,“ svaraði Hilmar með stórt glott út af eyrum. Næsta leik Stjörnunnar í deildinni gegn ÍR hefur verið frestað og Stjarnan þarf að sitja hjá í næstu umferð áður en þeir leika bikarleik gegn Keflavík þann 12. janúar. „Þetta er kannski aðeins of löng pása en eins og allir vita þá eru þetta skrítnir tímar og við þurfum að vera tilbúnir í hvað sem er, hvort sem það er lítil pása eða löng pása. Við fengum litla pásu fyrir þennan leik og svo verður lengri pása fyrir næsta leik. Við aðlögumst bara aðstæðum og æfum harðar. Arnar elskar allavegana að láta okkur æfa hart,“ sagði Hilmar Smári Henningsson að endingu.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira