Björgunarsveitir á Austfjörðum ferja fólk til og frá vinnu vegna ófærðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 13:27 Talsvert hefur verið um fok á lausamunum og þakplötum á Seyðisfirði í dag. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austfjörðum hafa þurft að ferja fólk til og frá vinnu í gær og í dag vegna ófærðar. Í langflestum tilfellum hefur um heilbrigðisstarfsfólk verið að ræða en óveður geisar í landshlutanum og vegir víða ófærir. Þá hefur talsvert verið um fok á þakplötum í bænum og hefur fólk því verið beðið um að halda sig innandyra. „Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll. Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll.
Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59
Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11