Hápunktur ársins hjá Anníe Mist var ekki bronsið á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist sem hélt upp á eins árs afmælið sitt í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þú hefðir reitt Anníe Mist Þórisdóttur til reiði ef þú hefðir í upphafi árs talið upp fyrir hana það sem hún svo afrekaði á árinu 2021. Svo mögnuð var endurkoma okkar konu að hún hefði ekki sætt sig við slíkar væntingar fyrir tólf mánuðum síðan. Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira