Gróðureldarnir hófust í vikunni og sex hafa slasast enn sem komið er. Óttast er að einhver hafi látist í eldinum en þegar hafa hundruðir húsa og hótela orðið eldinum að bráð. Verulega þéttbýlt er á svæðinu.
Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var fyrir utan stórmarkað í ríkinu.
This video from Colorado’s Marshall fire is terrifying. pic.twitter.com/AWqBvs9lWX
— philip lewis (@Phil_Lewis_) December 31, 2021
Ofsaveður gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og ómögulegt er að koma flugvélum slökkviliðs á loft: „Þetta er ekki spurning um úrræði eða önnur hjálpartæki, eldurinn eru náttúruöflin í sinni hreinustu mynd,“ sagði Jared Polis, ríkisstjóri í Colorado, á blaðamannafundi í gær. Breska ríkisútvarpið greinir frá.