Tvö hundruð milljónir króna í alþjóðlega mannúðaraðstoð Heimsljós 30. desember 2021 14:13 Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil. Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur þörf á mannúðaraðstoð aldrei verið meiri og eykst dag frá degi. Áætlað er að um 274 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda á næsta ári, tæplega fjörutíu milljónum fleiri en á árinu sem er að kveðja. Skýrist það meðal annars af aukinni fátækt, stríðsátökum, áhrifum loftslagsbreytinga og COVID-19 heimsfaraldrinum. Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil. Í Afganistan glímir yfir helmingur þjóðarinnar, eða 22,8 milljónir manna, við fæðuóöryggi og í Eþíópíu er áætlað að 9,4 milljónir þurfi á matvælaaðstoð að halda. Í Jemen hefur neyðarástand ríkt lengi, en stríðsátök hafa geisað í landinu frá árinu 2015. Þá eiga Afganistan, Eþíópía og Jemen það jafnframt sammerkt að milljónir manna á flótta innanlands eru sérstaklega berskjaldaðar og þarfnast brýnnar aðstoðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að úthluta 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í fyrrnefndum ríkjum, Afganistan, Eþíópíu og Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur verið falið að ráðstafa framlaginu. Báðar stofnanirnar eru áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Jemen Eþíópía Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent
Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur þörf á mannúðaraðstoð aldrei verið meiri og eykst dag frá degi. Áætlað er að um 274 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda á næsta ári, tæplega fjörutíu milljónum fleiri en á árinu sem er að kveðja. Skýrist það meðal annars af aukinni fátækt, stríðsátökum, áhrifum loftslagsbreytinga og COVID-19 heimsfaraldrinum. Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil. Í Afganistan glímir yfir helmingur þjóðarinnar, eða 22,8 milljónir manna, við fæðuóöryggi og í Eþíópíu er áætlað að 9,4 milljónir þurfi á matvælaaðstoð að halda. Í Jemen hefur neyðarástand ríkt lengi, en stríðsátök hafa geisað í landinu frá árinu 2015. Þá eiga Afganistan, Eþíópía og Jemen það jafnframt sammerkt að milljónir manna á flótta innanlands eru sérstaklega berskjaldaðar og þarfnast brýnnar aðstoðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að úthluta 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í fyrrnefndum ríkjum, Afganistan, Eþíópíu og Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur verið falið að ráðstafa framlaginu. Báðar stofnanirnar eru áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Jemen Eþíópía Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent