„Takk Covid fyrir að sýna mér þessa nýju tilveru“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. desember 2021 13:30 Katrín Björk þakkar fyrir þann lærdóm sem Covid-19 hefur haft í för með sér. Katrín Björk Guðjónsdóttir „Það er svo ótrúlega skrítið þegar tilveran fer svona á hvolf eins og síðustu tæplega tvö ár hafa liðið þá er til fólk sem mislíkar það ekki svo sárt,“ skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir á bloggsíðu sinni þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir heilablæðingar. Líf Katrínar tók U-beygju árið 2014 þegar hún var aðeins 21 árs gömul og fékk sína fyrstu heilablæðingu. Tíu dögum síðar fékk hún blóðtappa en stærsta áfallið kom sumarið 2015. Þá fékk hún heilablæðingu og þurfti í kjölfarið að undirgangast heilaskurðaðgerð sem bjargaði lífi hennar. Sjá: Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Síðustu ár hefur hægt á tilveru fólks sökum heimsfaraldurs og segist Katrín því hafa fengið aukið tækifæri til þess að vera á svipuðu tempói og aðrir í kringum sig. „Allt í einu er ég ekki sú eina sem er svona hikandi við að grípa þau tækifæri sem mér bjóðast. Ég finn líka að svo margir standa núna í þeim sporum, sem ég þekki svo vel, að þurfa að vega og meta hvort hlutirnir séu áhættunnar virði og að velja og hafna í samræmi við sífellt nýjar og óvæntar aðstæður.“ „Takk Covid fyrir að sýna mér þessa nýju tilveru.“ Eftir að Katrín eignaðist hjól hefur hún hjólað frá sér allt eirðarleysi á götum Flateyrar.Katrín Björk Guðjónsdóttir „Covid tók allar þessar þrár í burtu frá mér“ Katrín segir heimsfaraldurinn hafa gefið okkur tækifæri til þess að skoða hvað það er sem skiptir raunverulegu máli og hvað það er sem við viljum leggja rækt við. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og kannski er stundum svolítið gott að fá að vita hvað maður á og hvað maður er heppin að eiga að.“ Katrín er búsett á Flateyri ásamt foreldrum sínum en áður en heimsfaraldur skall á var þrá Katrínar til þess að flytja til Reykjavíkur orðin mikil. Vinkonur hennar eru búsettar í Reykjavík og fannst henni hún vera að missa af mörgu. „En Covid tók allar þessar þrár í burtu frá mér og sýndi mér aftur kostina við að búa á svona litlum stað þar sem það er í lagi að eiga sinn hóp í kringum sig og fá hann í heimsókn til sín.“ Katrín Björk Guðjónsdóttir Hlakkar til að takast á við komandi verkefni Síðustu tvö árin hefur Katrín náð miklum árangri. Hún hefur eignast hjól sem gerir henni kleift að hjóla frá sér allt eirðarleysi eins og hún orðar það. Hún getur hrafnasparkað nafn sitt á blað með hægri hendinni sem áður var hreppt og einskis nýt. Þá er hún einnig farin að mála með alkóhólbleki og hefur öðlast betri skynjunarfærni með vinstri hendi. „Ég hlakka til að takast á við öll þau verkefni sem munu koma með líðandi tímum og ætla að halda áfram að leggja mig fram.“ Bloggfærslu Katrínar má lesa í heild sinni hér. Katrín sagði sögu sína í Ísland í dag fyrr á árinu og má sjá innslagið hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Katrín Björk Guðjónsdóttir var heilbrigð ung stúlka, hún var að læra fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og orsökin, séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu. 28. apríl 2021 10:30 „Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið“ „Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir. 14. júní 2021 15:31 „Við áfallið brotlentu þeir allir“ „Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir nokkur heilablóðföll. 15. júní 2020 10:30 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Líf Katrínar tók U-beygju árið 2014 þegar hún var aðeins 21 árs gömul og fékk sína fyrstu heilablæðingu. Tíu dögum síðar fékk hún blóðtappa en stærsta áfallið kom sumarið 2015. Þá fékk hún heilablæðingu og þurfti í kjölfarið að undirgangast heilaskurðaðgerð sem bjargaði lífi hennar. Sjá: Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Síðustu ár hefur hægt á tilveru fólks sökum heimsfaraldurs og segist Katrín því hafa fengið aukið tækifæri til þess að vera á svipuðu tempói og aðrir í kringum sig. „Allt í einu er ég ekki sú eina sem er svona hikandi við að grípa þau tækifæri sem mér bjóðast. Ég finn líka að svo margir standa núna í þeim sporum, sem ég þekki svo vel, að þurfa að vega og meta hvort hlutirnir séu áhættunnar virði og að velja og hafna í samræmi við sífellt nýjar og óvæntar aðstæður.“ „Takk Covid fyrir að sýna mér þessa nýju tilveru.“ Eftir að Katrín eignaðist hjól hefur hún hjólað frá sér allt eirðarleysi á götum Flateyrar.Katrín Björk Guðjónsdóttir „Covid tók allar þessar þrár í burtu frá mér“ Katrín segir heimsfaraldurinn hafa gefið okkur tækifæri til þess að skoða hvað það er sem skiptir raunverulegu máli og hvað það er sem við viljum leggja rækt við. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og kannski er stundum svolítið gott að fá að vita hvað maður á og hvað maður er heppin að eiga að.“ Katrín er búsett á Flateyri ásamt foreldrum sínum en áður en heimsfaraldur skall á var þrá Katrínar til þess að flytja til Reykjavíkur orðin mikil. Vinkonur hennar eru búsettar í Reykjavík og fannst henni hún vera að missa af mörgu. „En Covid tók allar þessar þrár í burtu frá mér og sýndi mér aftur kostina við að búa á svona litlum stað þar sem það er í lagi að eiga sinn hóp í kringum sig og fá hann í heimsókn til sín.“ Katrín Björk Guðjónsdóttir Hlakkar til að takast á við komandi verkefni Síðustu tvö árin hefur Katrín náð miklum árangri. Hún hefur eignast hjól sem gerir henni kleift að hjóla frá sér allt eirðarleysi eins og hún orðar það. Hún getur hrafnasparkað nafn sitt á blað með hægri hendinni sem áður var hreppt og einskis nýt. Þá er hún einnig farin að mála með alkóhólbleki og hefur öðlast betri skynjunarfærni með vinstri hendi. „Ég hlakka til að takast á við öll þau verkefni sem munu koma með líðandi tímum og ætla að halda áfram að leggja mig fram.“ Bloggfærslu Katrínar má lesa í heild sinni hér. Katrín sagði sögu sína í Ísland í dag fyrr á árinu og má sjá innslagið hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Katrín Björk Guðjónsdóttir var heilbrigð ung stúlka, hún var að læra fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og orsökin, séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu. 28. apríl 2021 10:30 „Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið“ „Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir. 14. júní 2021 15:31 „Við áfallið brotlentu þeir allir“ „Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir nokkur heilablóðföll. 15. júní 2020 10:30 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Framtíðarvon: „Ég vaknaði degi of seint en ég mundi allt“ Katrín Björk Guðjónsdóttir var heilbrigð ung stúlka, hún var að læra fyrir klásuspróf í hjúkrunarfræði þegar lífið tók skyndilega u-beygju árið 2014 þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu og orsökin, séríslenskur erfðasjúkdómur sem lýsir sér þannig að hún ber stökkbreytt gen sem framleiðir gallað prótein sem veldur arfgengri heilablæðingu. 28. apríl 2021 10:30
„Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið“ „Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir. 14. júní 2021 15:31
„Við áfallið brotlentu þeir allir“ „Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir nokkur heilablóðföll. 15. júní 2020 10:30