Sextán ára kvikmynd margoft hjálpað Newcastle að fá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 14:15 Kvikmyndin Goal! hafði meðal annars áhrif á framherjann Callum Wilson, sem hér fagnar marki með Joelinton, þegar hann ákvað að semja við Newcastle. Skjáskot og Getty Kvikmyndir geta verið afar áhrifaríkar og það er óhætt að segja að myndin Goal! frá árinu 2005 hafi haft mikil áhrif fyrir enska knattspyrnufélagið Newcastle. Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira