Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2021 12:08 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 839 greindust innanlands í gær og 87 á landamærum. Þórólfur vekur athygli á auknum fjölda jákvæðra sýna á Keflavíkurflugvelli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast þó til þess að faraldurinn sé að ná hámarki hér á landi. Álagið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sé gríðarlegt. „Við erum komin yfir hámarksgetu sýkla- og veirufræðideildar,“ segir Þórólfur. Á sjöunda þúsund sýna voru greind í gær og annar deildin ekki eftirspurn. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur ekki afgreitt meira en fjögur til fimm þúsund sýni á dag. „Þórólfur Guðnason hringdi í mig í gærkvöldi og sagði að veirufræðistofan uppi á Landspítala væri orðin býsna þreytt, þau væru farin að dragast aftur úr,“ segir Kári. Sú aðstoð hafi hafist í morgun. Íslensk erfðagreining sjái um skimun á innanlandssýnum en Landspítalinn sjái um greiningar á sýnum frá landamærum. Kári segir jafnframt að í byrjun árs 2022 ætli Íslensk erfðagreining að fara í slembiúrtök úr samfélaginu og í framhaldinu mæla mótefni til að átta sig betur á því hve útbreidd veiran sé í samfélaginu. Hann telur líklegt að þeir sem greinast smitaðir séu bara hluti þeirra sem séu í raun smitaðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
839 greindust innanlands í gær og 87 á landamærum. Þórólfur vekur athygli á auknum fjölda jákvæðra sýna á Keflavíkurflugvelli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast þó til þess að faraldurinn sé að ná hámarki hér á landi. Álagið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sé gríðarlegt. „Við erum komin yfir hámarksgetu sýkla- og veirufræðideildar,“ segir Þórólfur. Á sjöunda þúsund sýna voru greind í gær og annar deildin ekki eftirspurn. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur ekki afgreitt meira en fjögur til fimm þúsund sýni á dag. „Þórólfur Guðnason hringdi í mig í gærkvöldi og sagði að veirufræðistofan uppi á Landspítala væri orðin býsna þreytt, þau væru farin að dragast aftur úr,“ segir Kári. Sú aðstoð hafi hafist í morgun. Íslensk erfðagreining sjái um skimun á innanlandssýnum en Landspítalinn sjái um greiningar á sýnum frá landamærum. Kári segir jafnframt að í byrjun árs 2022 ætli Íslensk erfðagreining að fara í slembiúrtök úr samfélaginu og í framhaldinu mæla mótefni til að átta sig betur á því hve útbreidd veiran sé í samfélaginu. Hann telur líklegt að þeir sem greinast smitaðir séu bara hluti þeirra sem séu í raun smitaðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira