„Áhorfendur geta búist við hörku leik eins og alltaf“ Atli Arason skrifar 30. desember 2021 07:00 Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, var til tals í nýjustu útgáfu af hlaðvarpsþættinum Undir Körfunni. Þröstur útskýrir þar, meðal annars, ríginn á milli Keflavíkur og Njarðvíkur í körfuboltanum en liðin tvö munu leiða saman hesta sína í stórleik kvöldsins í Subway-deildinni. „Það er náttúrulega talað um þetta á kaffistofunni, á vinnustöðunum og það er talað um þetta í skólunum. Það eru Njarðvíkingar og Keflvíkingar á flestum vinnustöðum í Reykjanesbæ og þetta blandast bara svolítið saman. Þetta er bara sami bærinn og augljóslega eru menn og konur að senda einhverjar pílur, þau halda með sínu liði og láta vita þegar það gengur vel en þurfa svo að taka því ef það gengur ekki nógu vel. Það er það sem er svo skemmtilegt við þennan ríg. Það er allur bærinn að taka þátt í umræðunni,“ sagði Þröstur Leó. Þröstur er alinn upp í Keflavík en hann spilaði með liðinu upp allt yngri flokka starfið. „Það er ótrúlegt hvað þetta er inngróið í manni, að velja blátt yfir grænt. Ef ég á að velja leikmenn í spili og valið stendur á milli græns og brúns, þá vel ég brúnan. Þetta er enn þá í manni, þessi hálf barnslegi rígur.“ Þröstur tók fyrir nokkrar dæmisögur í gegnum tíðina hvernig bæði leikmenn og stuðningsmenn hafa viðhaldið þessum ríg sín á milli. „Njarðvíkingar reyndu í fyrra að flagga Keflavíkur fánanum á hvolfi í hálfa stöng út á Fitjum fyrir leikinn. Það voru þrír fánar, einn var alveg að detta af, annar var laus frá stönginni en sá þriðji hékk þokkalega. Ég gerði athugasemd að þetta væri geggjaður 'banter', gaman að sjá þetta en það þyrfti augljóslega að kenna þessum aðila að flagga, því þetta var hræðileg hvernig fánunum var flaggað,“ sagði Þröstur með stórt glott á andlitinu áður en hann bætti við, „þetta var samt mjög gott, gaman að sjá fánan í hálfri stöng eins og það væri verið að fara að jarða okkur.“ „Þegar maður var að alast upp í þessu þá var einhver sem sagði að maður ætti alltaf að skilja úrganginn sinn eftir hinu megin við lækinn,“ sagði Þröstur og hló og átti þar við íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjuna. „Þetta er bara partur af þessum ríg, partur af þessum sögum. Ég gerði mitt besta í nokkur ár en það tókst ekkert alltaf, maður var ekkert að stíla inn á þetta í mataræðinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta var bara fyndinn brandari sem hélt alltaf áfram en þetta var ekkert skipulagt, fyrirliðinn var ekki að deila út einhverjum matarplönum þrem dögum fyrir leik til að stíla inn á að maður myndi skilja sem mest eftir sig.“ Þröstur er viss um að Njarðvíkingar höfðu einhverjar svipaðar fyrirætlanir þegar þeir hafa heimsótt íþróttahúsið í Keflavík í gegnum tíðina. „Kæmi ekkert á óvart ef það væru svipaðir siðir hjá þeim gagnvart okkur og mér finnst það eiginlega bara eðlilegt en ég held að þetta allt sé að færast til siðmenntaðri vegs í dag. Þetta var bara djók í gamla daga og ég hef allavegana ekki haldið þessu á lofti í seinni tíð.“ Leikurinn í kvöld er á heimavelli Keflavíkur og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20:00. Þröstur lofar alvöru leik. „Áhorfendur geta búist við hörku leik eins og alltaf. Ég held það sé frekar sjaldgæfur viðburður að annað hvort liðið rústi hinu.“ „Njarðvíkingar eru mjög vel mannaðir og vel spilandi. Leikmenn hjá þeim sem eru bara á mjög háum klassa og það verður bara gaman að takast á við það,“ sagði Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þröst í heild með því að smella hér. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira
„Það er náttúrulega talað um þetta á kaffistofunni, á vinnustöðunum og það er talað um þetta í skólunum. Það eru Njarðvíkingar og Keflvíkingar á flestum vinnustöðum í Reykjanesbæ og þetta blandast bara svolítið saman. Þetta er bara sami bærinn og augljóslega eru menn og konur að senda einhverjar pílur, þau halda með sínu liði og láta vita þegar það gengur vel en þurfa svo að taka því ef það gengur ekki nógu vel. Það er það sem er svo skemmtilegt við þennan ríg. Það er allur bærinn að taka þátt í umræðunni,“ sagði Þröstur Leó. Þröstur er alinn upp í Keflavík en hann spilaði með liðinu upp allt yngri flokka starfið. „Það er ótrúlegt hvað þetta er inngróið í manni, að velja blátt yfir grænt. Ef ég á að velja leikmenn í spili og valið stendur á milli græns og brúns, þá vel ég brúnan. Þetta er enn þá í manni, þessi hálf barnslegi rígur.“ Þröstur tók fyrir nokkrar dæmisögur í gegnum tíðina hvernig bæði leikmenn og stuðningsmenn hafa viðhaldið þessum ríg sín á milli. „Njarðvíkingar reyndu í fyrra að flagga Keflavíkur fánanum á hvolfi í hálfa stöng út á Fitjum fyrir leikinn. Það voru þrír fánar, einn var alveg að detta af, annar var laus frá stönginni en sá þriðji hékk þokkalega. Ég gerði athugasemd að þetta væri geggjaður 'banter', gaman að sjá þetta en það þyrfti augljóslega að kenna þessum aðila að flagga, því þetta var hræðileg hvernig fánunum var flaggað,“ sagði Þröstur með stórt glott á andlitinu áður en hann bætti við, „þetta var samt mjög gott, gaman að sjá fánan í hálfri stöng eins og það væri verið að fara að jarða okkur.“ „Þegar maður var að alast upp í þessu þá var einhver sem sagði að maður ætti alltaf að skilja úrganginn sinn eftir hinu megin við lækinn,“ sagði Þröstur og hló og átti þar við íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjuna. „Þetta er bara partur af þessum ríg, partur af þessum sögum. Ég gerði mitt besta í nokkur ár en það tókst ekkert alltaf, maður var ekkert að stíla inn á þetta í mataræðinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta var bara fyndinn brandari sem hélt alltaf áfram en þetta var ekkert skipulagt, fyrirliðinn var ekki að deila út einhverjum matarplönum þrem dögum fyrir leik til að stíla inn á að maður myndi skilja sem mest eftir sig.“ Þröstur er viss um að Njarðvíkingar höfðu einhverjar svipaðar fyrirætlanir þegar þeir hafa heimsótt íþróttahúsið í Keflavík í gegnum tíðina. „Kæmi ekkert á óvart ef það væru svipaðir siðir hjá þeim gagnvart okkur og mér finnst það eiginlega bara eðlilegt en ég held að þetta allt sé að færast til siðmenntaðri vegs í dag. Þetta var bara djók í gamla daga og ég hef allavegana ekki haldið þessu á lofti í seinni tíð.“ Leikurinn í kvöld er á heimavelli Keflavíkur og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 20:00. Þröstur lofar alvöru leik. „Áhorfendur geta búist við hörku leik eins og alltaf. Ég held það sé frekar sjaldgæfur viðburður að annað hvort liðið rústi hinu.“ „Njarðvíkingar eru mjög vel mannaðir og vel spilandi. Leikmenn hjá þeim sem eru bara á mjög háum klassa og það verður bara gaman að takast á við það,“ sagði Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þröst í heild með því að smella hér.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira