Segir Covid-færslu LeBron James flekka mannorð hans Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Kareem Abdul-Jabbar og LeBron James eiga gott pláss í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Samsett/Getty LeBron James hefur verið harðlega gagnrýndur af annarri körfuboltagoðsögn, Kareem Abdul-Jabbar, eftir færslu tengda kórónuveirufaraldrinum sem James setti inn á Instagram. James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira