Segir Covid-færslu LeBron James flekka mannorð hans Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Kareem Abdul-Jabbar og LeBron James eiga gott pláss í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Samsett/Getty LeBron James hefur verið harðlega gagnrýndur af annarri körfuboltagoðsögn, Kareem Abdul-Jabbar, eftir færslu tengda kórónuveirufaraldrinum sem James setti inn á Instagram. James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira