Nýgengi mest hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2021 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Vísir/Egill Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Hvert metið á fætur öðru hefur verið slegið í fjölda þeirra sem hafa greinst með Covid-19 síðustu vikuna, lang flestir með omíkron afbrigði veirunnar. Í gær greindust 893 og hafa aldrei verið fleiri. Nýgengi innanlandssmita er 1359 og hefur líka aldrei verið hærra. Það er hærra en í Danmörku þar sem nýgengið hefur verið einna hæst í Evrópu en nýgengið þar er nú 1301 á hverja 100 þúsund íbúa. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við að tölur smitaðra haldi eitthvað áfram að hækka næstu daga. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, hjá óbólusettum, bólusettum og þeim sem hafa fengið örvunarskammt. Þetta er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn þannig að ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarskammt sem virðist ætla að minnka verulega líkur á alvarlegum veikindum af völdum omikron,“ segir Þórólfur. 3% landsmanna í sóttkví eða einangrun Tæplega sextíu prósent þeirra sem greindust innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Alls eru um fimm þúsund manns nú í einangrun og ríflega sjöþúsund í sóttkví. Um 500 í skimunarsóttkví. Það samsvarar því að um 3% landsmanna séu ýmist í sóttkví eða einangrun. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna hafi fólk lítil sem engin einkenni og hægt sé að stytta sóttkvíartíma. Þá er mælt með að þríbólusett fólk sleppi við sóttkví en sé með grímu. Þórólfur segir að litið verði til þessa í framhaldinu. „Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun og við tökum mark á þeirra niðurstöðum og við munum skoða þetta með opnum huga eins og alltaf þegar við fáum nýjar upplýsingar.“ segir hann. Hann segir ekkert nýtt minnisblað á leiðinni en það fari algjörlega eftir stöðunni á Landspítala sem hefur nú verið færður á neyðarstig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Skoðar að stytta einangrun einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til fólks að biðja ekki um styttri einangrun fyrr en að sjö dagar eru liðnir frá upphafi einangrunar. Þá skoðar Þórólfur það að stytta einangrun einkennalausra og sóttkví. 28. desember 2021 16:28