De Gea bjargaði stigi gegn Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 22:00 David De Gea átti fínan leik í marki Man United í kvöld. Twitter/Man Utd Manchester United náði aðeins í eitt stig gegn Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur þakkað spænska markverðinum David De Gea fyrir stig kvöldsins. Þar sem Victor Lindelöf er með Covid-19 kom Raphaël Varane inn í byrjunarlið gestanna. Sá átti heldur betur eftir að spila stóran þátt í fyrsta marki leiksins. Hann reyndi þá að snúa með knöttinn nálægt miðlínu en það gekk ekki betur en svo að heimamenn unnu boltann og óðu í sókn. Boltinn barst til Allan Saint-Maximin á vinstri vængnum, sá flaug framhjá Diogo Dalot og Harry Maguire áður en hann plantaði boltanum alveg út við stöng. Staðan orðin 1-0 heimamönnum í vil og þannig var hún enn er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gestirnir voru heillum horfnir framan af leik og virtust einfaldlega ekki vita hlutverk sín í 4-2-2-2 leikkerfi Ralf Rangnick. Á endanum tókst gestunum að jafna þegar Dalot fékk sendingu upp í hægra hornið, fyrirgjöf hans rataði á varamanninn Edinson Cavani sem átti skot í varnarnmann en boltinn féll aftur fyrir framherjann sem potaði honum í netið og staðan orðin 1-1. Newcastle voru töluvert nær því að bæta við mörkum og átti varamaðurinn Jacob Murphy til að mynda skot í stöng. Þau skot sem rötuðu á markið varði De Gea hins vegar og segja má að hann hafi haldið gestunum inn í leiknum, ekki í fyrsta skipti í vetur. 19 points off league leaders Man City Seven points off fourth place Struggled against relegation-battling NewcastleRough return for Manchester United pic.twitter.com/bAxwmBNegS— B/R Football (@brfootball) December 27, 2021 Lokatölur kvöldsins 1-1 sem þýðir að Man Utd er nú í 7. sæti með 28 stig á meðan Newcastle er í 11 stig í 19. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United náði aðeins í eitt stig gegn Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur þakkað spænska markverðinum David De Gea fyrir stig kvöldsins. Þar sem Victor Lindelöf er með Covid-19 kom Raphaël Varane inn í byrjunarlið gestanna. Sá átti heldur betur eftir að spila stóran þátt í fyrsta marki leiksins. Hann reyndi þá að snúa með knöttinn nálægt miðlínu en það gekk ekki betur en svo að heimamenn unnu boltann og óðu í sókn. Boltinn barst til Allan Saint-Maximin á vinstri vængnum, sá flaug framhjá Diogo Dalot og Harry Maguire áður en hann plantaði boltanum alveg út við stöng. Staðan orðin 1-0 heimamönnum í vil og þannig var hún enn er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Gestirnir voru heillum horfnir framan af leik og virtust einfaldlega ekki vita hlutverk sín í 4-2-2-2 leikkerfi Ralf Rangnick. Á endanum tókst gestunum að jafna þegar Dalot fékk sendingu upp í hægra hornið, fyrirgjöf hans rataði á varamanninn Edinson Cavani sem átti skot í varnarnmann en boltinn féll aftur fyrir framherjann sem potaði honum í netið og staðan orðin 1-1. Newcastle voru töluvert nær því að bæta við mörkum og átti varamaðurinn Jacob Murphy til að mynda skot í stöng. Þau skot sem rötuðu á markið varði De Gea hins vegar og segja má að hann hafi haldið gestunum inn í leiknum, ekki í fyrsta skipti í vetur. 19 points off league leaders Man City Seven points off fourth place Struggled against relegation-battling NewcastleRough return for Manchester United pic.twitter.com/bAxwmBNegS— B/R Football (@brfootball) December 27, 2021 Lokatölur kvöldsins 1-1 sem þýðir að Man Utd er nú í 7. sæti með 28 stig á meðan Newcastle er í 11 stig í 19. sæti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti