Á vef Veðurstofunnar segir að það verði áframhaldandi éljagangur á norðanverðu landinu en að mestu léttskýjað syðra.
„Frost á bilinu 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Á morgun hvessir af norðaustri, 10-20 m/s síðdegis, hvassast á Austurlandi og Austfjörðum. Snjókoma með köflum, en nokkuð samfelld ofankoma norðaustantil. Að mestu bjart og þurrt á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 0 til 7 stig.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðlæg átt, 10-18 m/s og snjókoma, jafnvel talsverð á Norðaustur- og Austurlandi. Lengst af bjartviðri sunnan heiða, en fer að snjóa þar um kvöldið. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.
Á miðvikudag: Norðan 8-15 m/s og él, en þurrt að kalla sunnanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á fimmtudag: Norðaustanátt með snjókomu eða éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnan- og suðvestanland. Dregur úr frosti.
Á föstudag (gamlársdagur): Norðaustan átt og víða él. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag (nýársdagur) og sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt með él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Kólnandi.