Manchester City safnar fyrir Haaland Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 13:15 Borussia Dortmund Training And Press Conference MANCHESTER, ENGLAND - APRIL 05: Erling Haaland of Borussia Dortmund and Jude Bellingham of Borussia Dortmund during the training at Etihad Stadium on April 5, 2021 in Manchester, England. (Photo by Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images) Manchester City er sagt hafa nú þegar samþykkt sölu á fjórum leikmönnum fyrir næsta sumar, en talið er að fjármunirnir sem fáist fyrir þær sölur verði notaðir til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu, en lengi hefur verið rætt um það að City vanti framherja í lið sitt. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, sagði þó á blaðamannafundi í vikunni að hann ætlaði sér ekki að versla framherja þegar janúarglugginn opnar á næstu dögum. Ferran Torres er nálægt því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City og brottför hans frá liðinu ýtir undir þörf Englandsmeistaranna á framherja. Guardiola lagði blessun sína á sölu Torres frá liðinu og sagði að hann myndi alltaf leyfa óánægðum leikmönnum að leita á önnur mið. Salan á Torres mun skila allt að 55 milljónum punda í kassann hjá Manchester City og þá er félagið tilbúið að selja þrjá leikmenn í viðbót sem allir eru á láni hjá öðrum félögum um þessar mundir. Í fyrsta lagi hefur Sporting í Portúgal möguleika á að kaupa Pedro Porro fyrir átta milljónir punda eftir að tveggja ára lánssamningur hans rennur út í sumar. Sögusagnir eru um áhuga frá Real Madrid á leikmanninum, en líklegt verður að teljast að Sporting nýti sér ákvæði í lánssamningnum sem gerir þeim kleift að kaupa leikmanninn sem hefur vaxið mikið í Portúgal. Þá á Schalke möguleika á að kaupa japanska landsliðsmanninn Ko Itakura fyrir fimm milljónir punda og Bournemouth getur eignast enska unglingalandsliðsmanninn Morgan Rogers fyrir níu milljónir punda. Verðið fyrir Rogers hækkar þó í 12 milljónir punda ef Bournemouth mistekst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ef öll þessi viðskipti ganga í gegn gæti City safnað 75-80 milljónum punda, en samkvæmt klásúlu í samningi Haaland má hann yfirgefa Dortmund fyrir 75 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu, en lengi hefur verið rætt um það að City vanti framherja í lið sitt. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, sagði þó á blaðamannafundi í vikunni að hann ætlaði sér ekki að versla framherja þegar janúarglugginn opnar á næstu dögum. Ferran Torres er nálægt því að ganga í raðir Barcelona frá Manchester City og brottför hans frá liðinu ýtir undir þörf Englandsmeistaranna á framherja. Guardiola lagði blessun sína á sölu Torres frá liðinu og sagði að hann myndi alltaf leyfa óánægðum leikmönnum að leita á önnur mið. Salan á Torres mun skila allt að 55 milljónum punda í kassann hjá Manchester City og þá er félagið tilbúið að selja þrjá leikmenn í viðbót sem allir eru á láni hjá öðrum félögum um þessar mundir. Í fyrsta lagi hefur Sporting í Portúgal möguleika á að kaupa Pedro Porro fyrir átta milljónir punda eftir að tveggja ára lánssamningur hans rennur út í sumar. Sögusagnir eru um áhuga frá Real Madrid á leikmanninum, en líklegt verður að teljast að Sporting nýti sér ákvæði í lánssamningnum sem gerir þeim kleift að kaupa leikmanninn sem hefur vaxið mikið í Portúgal. Þá á Schalke möguleika á að kaupa japanska landsliðsmanninn Ko Itakura fyrir fimm milljónir punda og Bournemouth getur eignast enska unglingalandsliðsmanninn Morgan Rogers fyrir níu milljónir punda. Verðið fyrir Rogers hækkar þó í 12 milljónir punda ef Bournemouth mistekst að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Ef öll þessi viðskipti ganga í gegn gæti City safnað 75-80 milljónum punda, en samkvæmt klásúlu í samningi Haaland má hann yfirgefa Dortmund fyrir 75 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira