Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Brynjar Ingi væri einkar eftirsóttur af liðum á Norðurlöndunum eftir að hafa aðeins spilað 45 mínútur með ítalska B-deildarliðinu Lecce frá því hann gekk í raðir þess síðasta sumar.
Stian André de Wahl, blaðamaður hjá Nettavisen í Noregi fullyrti á Twitter-síðu sinni rétt í þessu að Brynjar Ingi væri á leið til norska félagsins. Lecce hefur samþykkt kauptilboð Vålerenga og miðvörðurinn hefur samið um kaup og kjör.
Brynjar Ingi Bjarnason blir Vålerenga-spiller. Islendingen er enig med VIF om personlige betingelser og en lengre avtale. Lecce har akseptert bud på stopperen. 22-åringen reiser etter planen til Oslo før nyttår for å ferdigstille overgangen. https://t.co/DlcklCo6eO
— Stian André de Wahl (@StianWahl) December 24, 2021
Samkvæmt André de Wahl mun Brynjar Ingi skrifa undir samning áður en árið er úti og verður því samherji framherjans Viðars Arnars Kjartanssonar þegar æfingar hefjast á nýju ári.