Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. desember 2021 11:24 Birna María Másdóttir mun verja jólunum og áramótunum í einangrun. Brandenburg Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. „Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
„Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira