Undanþágur gerðar vegna meðalhófs Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 12:07 Heilbrigðisráðherra hefur sætt gagnrýni vegna undanþága sem hann veitti á nýjum samkomutakmörkunum. Vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn. Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira