Nýtt almenningsrými í Gaza hannað fyrir konur og stúlkur Heimsljós 23. desember 2021 14:00 UN Women Um 50 prósent íbúa á Gaza telja sig ekki örugg í almenningsrýmum og forðast að nota þau. Haya Promenade er heiti á nýju almenningsrými í Gaza sem hannað er með þarfir kvenna og stúlkna að leiðarljósi. Verkefnið var styrkt af UN Women og er liður í því að gera borgarrými að öruggu svæði fyrir konur og stúlkur. UN Women segir í frétt að í upphafi verksins hafi verið gerðar úttektir á um 134 almenningsrýmum í Gaza um ástæður þess að konur og stúlkur noti ekki slík svæði kannaðar. Niðurstöður leiddu í ljós að um 50 prósent íbúa á Gaza telja sig ekki örugg í almenningsrýmum og forðast að nota þau. „Þegar vinna við hönnun Haya Promenade svæðisins hófst var leitað til ólíkra hópa eftir ráðgjöf, meðal annars kvenna og ungmenna. Þetta var gert því svæðið átti að uppfylla þarfir allra, en einnig hvetja konur og stúlkur til að láta sig borgarmál varða og raddir sínar hljóma,“ segir í fréttinni. Skorti sárlega örugg rými Einn ráðgjafanna er 17 ára gömul stúlka sem sagði einstakt að koma á svæði sem hún hafði aðstoðað við að hanna. „Þetta hefur vakið áhuga minn á borgarhönnun og hvernig megi fá almenning til að taka aukinn þátt í mótun opinberra rýma. Ég er stolt að hafa lagt mitt af mörkum til að gera borgina okkar að öruggara rými fyrir konur og stúlkur,“ sagði hún. Haya Promenade er í einu fátækasta svæðinu á Gaza. Þar skorti að mati UN Women sárlega vel hannað borgarrými þar sem konur og stúlkur gátu notið samvista með fjölskyldum sínum án þess að upplifa sig óöruggar. Við hönnun svæðisins var séð til þess að aðgengi væri gott, að skiptiaðstaða væri til staðar, auk þjónustumiðstöðvar. Eitt af verkefnum UN Women síðustu ár hefur verið að skapa öruggar borgir fyrir konur og stúlkur og er Haya Promenade hluti af því verkefni. Konur eru ólíklegri til að taka fullan þátt í samfélaginu upplifi þær sig óöruggar í almenningsrýmum. Þær eru líklegri til að takmarka ferðir utandyra, forðast almenningssamgöngur, fara síður út eftir myrkur og því líklegri til að einangrast. UN Women er ein af áherslustofnununum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hægt er að styðja verkefni sem þetta með því að gerast ljósberi UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
Haya Promenade er heiti á nýju almenningsrými í Gaza sem hannað er með þarfir kvenna og stúlkna að leiðarljósi. Verkefnið var styrkt af UN Women og er liður í því að gera borgarrými að öruggu svæði fyrir konur og stúlkur. UN Women segir í frétt að í upphafi verksins hafi verið gerðar úttektir á um 134 almenningsrýmum í Gaza um ástæður þess að konur og stúlkur noti ekki slík svæði kannaðar. Niðurstöður leiddu í ljós að um 50 prósent íbúa á Gaza telja sig ekki örugg í almenningsrýmum og forðast að nota þau. „Þegar vinna við hönnun Haya Promenade svæðisins hófst var leitað til ólíkra hópa eftir ráðgjöf, meðal annars kvenna og ungmenna. Þetta var gert því svæðið átti að uppfylla þarfir allra, en einnig hvetja konur og stúlkur til að láta sig borgarmál varða og raddir sínar hljóma,“ segir í fréttinni. Skorti sárlega örugg rými Einn ráðgjafanna er 17 ára gömul stúlka sem sagði einstakt að koma á svæði sem hún hafði aðstoðað við að hanna. „Þetta hefur vakið áhuga minn á borgarhönnun og hvernig megi fá almenning til að taka aukinn þátt í mótun opinberra rýma. Ég er stolt að hafa lagt mitt af mörkum til að gera borgina okkar að öruggara rými fyrir konur og stúlkur,“ sagði hún. Haya Promenade er í einu fátækasta svæðinu á Gaza. Þar skorti að mati UN Women sárlega vel hannað borgarrými þar sem konur og stúlkur gátu notið samvista með fjölskyldum sínum án þess að upplifa sig óöruggar. Við hönnun svæðisins var séð til þess að aðgengi væri gott, að skiptiaðstaða væri til staðar, auk þjónustumiðstöðvar. Eitt af verkefnum UN Women síðustu ár hefur verið að skapa öruggar borgir fyrir konur og stúlkur og er Haya Promenade hluti af því verkefni. Konur eru ólíklegri til að taka fullan þátt í samfélaginu upplifi þær sig óöruggar í almenningsrýmum. Þær eru líklegri til að takmarka ferðir utandyra, forðast almenningssamgöngur, fara síður út eftir myrkur og því líklegri til að einangrast. UN Women er ein af áherslustofnununum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hægt er að styðja verkefni sem þetta með því að gerast ljósberi UN Women á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent