Hvernig íslenska appið Smitten rústaði Tinder á árinu Smitten 27. desember 2021 11:41 Teymið á bak við Smitten stefnumótaappið. Íslendingar sendu 2,2 milljónir skilaboða í gegnum Smitten á árinu. Íslenska stefnumóta-appið Smitten hefur ekki farið fram hjá mörgum einhleypum Íslendingum en um 50.000 Íslendingar hafa sótt appið á síðastliðnu ári og hafa notendur sammælst um það að Smitten sé margfalt skemmtilegra en Tinder. En hvernig hefur lítið hugbúnaðarteymi frá Íslandi fellt risann, á undanförnum mánuðum? Smitten hefur tekið saman tölfræði ársins um íslenska notendur sína, sem vægast sagt er áhugavert að skoða, í ljósi þess að fjöldi einhleypra Íslendinga er ekki nema tæplega 109.000. Íslendingar sendu 2,2 milljónir skilaboða í gegnum Smitten, eða 6.000 skilaboð á degi hverjum Íslendingar mynduðu 500.000 tengsl (e. matches) Íslendingar skoðuðu 44 milljónir prófíla Þegar mest lét, skoðuðu Íslendingar 320.000 prófíla á dag Samanlagt eyddu Íslendingar 37 árum inni á Smitten Ótrúlegar ástarsögur En það er ekki bara gríðarleg virkni á appinu, heldur eru ótrúlegar sögur til af fólki sem kynntist maka sínum á árinu með hjálp Smitten, líkt og Bjarki Kjartansson, einn forritara Smitten rifjar upp: „Við heyrum sögur af fólki sem kynntist á Smitten, nánast daglega! Eitt skemmtilegasta dæmi sem ég man eftir átti sér stað snemma árs. Við fengum vinkonu okkar og áhrifavaldinn Katrínu Eddu til þess að segja fylgjendum sínum frá Smitten. Hún fékk leyfi hjá vinkonu sinni til að auglýsa prófílinn hennar á Smitten og biðja karlkyns fylgjendur sína að líka við hana. Það þurfti ekki meira til en fáeinum vikum seinna var hún og einn fylgjenda Katrínar búin að finna ástina og eru nú flutt inn saman.“ Magnús Ólafsson, tæknistjóri Smitten hefur enn undarlegri sögu að segja af pari sem kynntist, þó Atlantshafið skildi á milli þeirra: „Við höfðum verið í viðræðum um samstarf við markaðs-ráðgjafarstofu í Hollandi, sem er í eigu íslenskrar konu. Vegna þess að hún var staðsett í Hollandi, ákváðum við að flytja aðganginn hennar í miðbæ Reykjavíkur, svo að hún gæti fengið betri tilfinningu fyrir vörunni og hvernig best væri að markaðssetja hana. Það varð ekkert af samstarfinu, en nokkrum mánuðum eftir viðræðurnar okkar fengum við skilaboð frá henni um að hún væri yfir sig ástfangin og hafi kynnst stóru ástinni í lífi sínu í gegnum Smitten, þegar hún átti síst von á!“ Smitten á toppnum Smitten, hefur vermt toppsæti vinsældalistans í App Store á Íslandi í lífsstíls flokknum um margra mánaða skeið, en þar er Tinder yfirleitt í sæti 4-15. Framtíðin er vægast sagt björt hjá Smitten, en takist fyrirtækinu að endurtaka leikinn á fleiri mörkuðum er fyrirséð að Smitten geti velt Tinder úr sessi sem vinsælasta stefnumóta-app heims og jafnframt það tekjuhæsta. Hér fyrir neðan má svo sjá tölfræði um hvernig Íslendingar svöruðu ýmsum spurningum í appinu, en gögnin koma úr leiknum Guessary, þar sem notendur geta giskað á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Have you hooked up with a total stranger? (9224 svöruðu) Já: 62.98% Nei: 37.02% Do you believe in horoscopes? (8522 svöruðu) Já: 27.70% Nei: 72.30% Have you tried BDSM? (8306 svöruðu) Já: 22.16% Nei: 77.84% Do you believe in life after death? (8417 svöruðu) Já: 53.76% Nei: 46.24% Have you had sex in public? (9144 svöruðu) Já: 46.52% Nei: 53.48% Do you believe in love at first sight? (9188 svöruðu) Já: 51.26% Nei: 48.74% Do you have a sexual fantasy? (7909 svöruðu) Já: 67.56% Nei: 32.44% Do you think age matters in a relationship? (8711 svöruðu) Já: 54.52% Nei: 45.48% Have you thought about someone else during sex? (8133 svöruðu) Já: 45.28% Nei: 54.72% Are you afraid of ghosts? (9565 svöruðu) Já: 28.32% Nei: 71.68% Hægt er að fræðast meira um Smitten hér og ná í appið ókeypis á App Store og Google Play. Ástin og lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Íslenska stefnumóta-appið Smitten hefur ekki farið fram hjá mörgum einhleypum Íslendingum en um 50.000 Íslendingar hafa sótt appið á síðastliðnu ári og hafa notendur sammælst um það að Smitten sé margfalt skemmtilegra en Tinder. En hvernig hefur lítið hugbúnaðarteymi frá Íslandi fellt risann, á undanförnum mánuðum? Smitten hefur tekið saman tölfræði ársins um íslenska notendur sína, sem vægast sagt er áhugavert að skoða, í ljósi þess að fjöldi einhleypra Íslendinga er ekki nema tæplega 109.000. Íslendingar sendu 2,2 milljónir skilaboða í gegnum Smitten, eða 6.000 skilaboð á degi hverjum Íslendingar mynduðu 500.000 tengsl (e. matches) Íslendingar skoðuðu 44 milljónir prófíla Þegar mest lét, skoðuðu Íslendingar 320.000 prófíla á dag Samanlagt eyddu Íslendingar 37 árum inni á Smitten Ótrúlegar ástarsögur En það er ekki bara gríðarleg virkni á appinu, heldur eru ótrúlegar sögur til af fólki sem kynntist maka sínum á árinu með hjálp Smitten, líkt og Bjarki Kjartansson, einn forritara Smitten rifjar upp: „Við heyrum sögur af fólki sem kynntist á Smitten, nánast daglega! Eitt skemmtilegasta dæmi sem ég man eftir átti sér stað snemma árs. Við fengum vinkonu okkar og áhrifavaldinn Katrínu Eddu til þess að segja fylgjendum sínum frá Smitten. Hún fékk leyfi hjá vinkonu sinni til að auglýsa prófílinn hennar á Smitten og biðja karlkyns fylgjendur sína að líka við hana. Það þurfti ekki meira til en fáeinum vikum seinna var hún og einn fylgjenda Katrínar búin að finna ástina og eru nú flutt inn saman.“ Magnús Ólafsson, tæknistjóri Smitten hefur enn undarlegri sögu að segja af pari sem kynntist, þó Atlantshafið skildi á milli þeirra: „Við höfðum verið í viðræðum um samstarf við markaðs-ráðgjafarstofu í Hollandi, sem er í eigu íslenskrar konu. Vegna þess að hún var staðsett í Hollandi, ákváðum við að flytja aðganginn hennar í miðbæ Reykjavíkur, svo að hún gæti fengið betri tilfinningu fyrir vörunni og hvernig best væri að markaðssetja hana. Það varð ekkert af samstarfinu, en nokkrum mánuðum eftir viðræðurnar okkar fengum við skilaboð frá henni um að hún væri yfir sig ástfangin og hafi kynnst stóru ástinni í lífi sínu í gegnum Smitten, þegar hún átti síst von á!“ Smitten á toppnum Smitten, hefur vermt toppsæti vinsældalistans í App Store á Íslandi í lífsstíls flokknum um margra mánaða skeið, en þar er Tinder yfirleitt í sæti 4-15. Framtíðin er vægast sagt björt hjá Smitten, en takist fyrirtækinu að endurtaka leikinn á fleiri mörkuðum er fyrirséð að Smitten geti velt Tinder úr sessi sem vinsælasta stefnumóta-app heims og jafnframt það tekjuhæsta. Hér fyrir neðan má svo sjá tölfræði um hvernig Íslendingar svöruðu ýmsum spurningum í appinu, en gögnin koma úr leiknum Guessary, þar sem notendur geta giskað á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Have you hooked up with a total stranger? (9224 svöruðu) Já: 62.98% Nei: 37.02% Do you believe in horoscopes? (8522 svöruðu) Já: 27.70% Nei: 72.30% Have you tried BDSM? (8306 svöruðu) Já: 22.16% Nei: 77.84% Do you believe in life after death? (8417 svöruðu) Já: 53.76% Nei: 46.24% Have you had sex in public? (9144 svöruðu) Já: 46.52% Nei: 53.48% Do you believe in love at first sight? (9188 svöruðu) Já: 51.26% Nei: 48.74% Do you have a sexual fantasy? (7909 svöruðu) Já: 67.56% Nei: 32.44% Do you think age matters in a relationship? (8711 svöruðu) Já: 54.52% Nei: 45.48% Have you thought about someone else during sex? (8133 svöruðu) Já: 45.28% Nei: 54.72% Are you afraid of ghosts? (9565 svöruðu) Já: 28.32% Nei: 71.68% Hægt er að fræðast meira um Smitten hér og ná í appið ókeypis á App Store og Google Play.
Ástin og lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira