Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 18:45 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. Fjöldi beiðna hefur borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti en þær fela í sér að aðeins tuttugu mega koma saman. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eru á meðal þeirra sem óskað hafa eftir undanþágum. Þau hafa sent inn beiðni fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur með fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þá ákvörðun í ráðuneytinu um að veita undanþágur frá reglunum um samkomutakmarkanir. Hann segir lokaákvörðun liggja hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum hans hlutverk sé að leggja til hvað sé skynsamlegt út frá sóttvarnarsjónarmiðum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Þegar hefur tveimur tónleikahöldurum verið gefnar undanþágur til að halda tónleika á morgun. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort að það sé skynsamlegt. „Það fer náttúrulega allt eftir því hvernig staðið er að hlutum. Það getur verið mjög breytilegt frá einum tónleikum til annarra. Auðvitað er margt undir í því og menn eru búnir að undirbúa þetta mjög lengi. Ef við erum að hugsa bara um faraldsfræðina og smithættuna og smitlíkurnar, sérstaklega á þessu meira smitandi ómíkron, þá því minni samgangur því minni hreyfanleiki á fólki því minni líkur á smiti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Fjöldi beiðna hefur borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti en þær fela í sér að aðeins tuttugu mega koma saman. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eru á meðal þeirra sem óskað hafa eftir undanþágum. Þau hafa sent inn beiðni fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur með fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þá ákvörðun í ráðuneytinu um að veita undanþágur frá reglunum um samkomutakmarkanir. Hann segir lokaákvörðun liggja hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum hans hlutverk sé að leggja til hvað sé skynsamlegt út frá sóttvarnarsjónarmiðum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Þegar hefur tveimur tónleikahöldurum verið gefnar undanþágur til að halda tónleika á morgun. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort að það sé skynsamlegt. „Það fer náttúrulega allt eftir því hvernig staðið er að hlutum. Það getur verið mjög breytilegt frá einum tónleikum til annarra. Auðvitað er margt undir í því og menn eru búnir að undirbúa þetta mjög lengi. Ef við erum að hugsa bara um faraldsfræðina og smithættuna og smitlíkurnar, sérstaklega á þessu meira smitandi ómíkron, þá því minni samgangur því minni hreyfanleiki á fólki því minni líkur á smiti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57