„Aðalmarkmiðið að komast í landsliðshópinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2021 09:00 Viðar Ari í leik Íslands og Síle þann 15. janúar 2017. Visual China Group/Getty Images Viðar Ari Jónsson átti sitt besta tímabil á ferlinum í ár er hann fór á kostum með Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð. Hann jafnaði markamet Sandefjord í efstu deild og þakkar því góðu baklandi heima fyrir. Í fyrri hluta viðtalsins við Vísi fór hann yfir hvernig það hjálpaði honum innan vallar að verða fjölskyldufaðir utan vallar. Þá fór hann yfir tímabilið með Sandefjord þar sem allt gekk upp persónulega og nokkuð vel hjá liði sem spáð falli hvert sem litið var. Frétt Viðar Ari er samningslaus í dag en flýtir sér hægt. Þá ræddi hann einnig stöðu sína innan íslenska landsliðsins en það eru hartnær fjögur ár síðan hann spilaði síðast landsleik. „Það er eitthvað verið að þreifa fyrir sér en allt voða rólegt eins og staðan er í dag. Það er mikill áhugi frá Sandefjord að halda mér, skiljanlega,“ sagði Viðar Ari og hló er hann ræddi samningsmál sín. „Það hafa einhver lið frá Norðurlönd haft samband og svo er áhugi frá allskonar löndum. Það hafa einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og WhatsApp, bjóðandi manni hitt og þetta. Maður veit svo sem ekkert hvað er til í svoleiðis rugli svo ég tek því lítið alvarlega.“ „Það er áhugi víða sýnist mér í fljótu bragði. Ég vona það allavega eftir gott tímabil. Samt ekkert sem er farið neitt af stað, bara Sandefjord til þessa sem er með eitthvað á borðinu. Við ætlum samt aðeins að bíða og sjá, höldum öllu opnu sem stendur. Er til í að skoða næstum hvað sem er. Við erum mjög vongóð með framhaldið þar sem við vitum að eftir góða spilamennsku í ár gæti komið eitthvað spennandi.“ Kom aldrei til greina að koma heim Viðar Ari í leik með FH gegn Val sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Viðar Ari er búinn að vera í Noregi – með stuttu stoppi hjá FH – síðan 2017. Það hefur gengið upp og ofan en hann hefur aldrei lagt árar í bát og sagði það ekki hafa komið til greina að koma heim ef tímabilið í ár hefði endað illa. „Nei ég hefði ekki verið tilbúinn í það (að koma heim). Ég hefði viljað prófa að vera aðeins lengur út í heimi þar sem það er alltaf allt eins heima á Íslandi. Ég kom heim í FH sumarið 2018 en var frekar týndur þá, sést kannski best á tímabilinu. Best að gleyma því bara,“ sagði Viðar Ari og hló. „Það var alveg auðvitað frábær tímasetning að byrja skora af fullt af mörkum núna, einmitt þegar ég er að renna út á samning. Hefði ekki getað byrjað að skora á betri tíma.“ „Auðvitað var maður hundsvekktur“ Anton Sverrir Jensson, góðvinur Viðars Ara, lagðist í ígrundaða heimildarvinnu fyrr á árinu þegar hann bar saman tölfræði Viðars Ara á leiktíðinni við þá sem voru í eða voru viðloðandi íslenska landsliðið. Viðar Ari á að baki fimm A-landsleiki en sá síðasti kom í ársbyrjun 2018. Um er að ræða fimm æfingaleiki á tólf mánaða tímabili. Hann spilaði í 0-1 tapi gegn Síle og Mexíkó, 1-0 sigri á Írlandi ásamt 6-0 og 4-1 sigrum á Indónesíu. Íslenska landsliðið var ekki upp á sitt besta í ár og mikið af breytingum gerðar milli leikja. Viðar Ari fékk kallið þó ekki að þessu sinni. ATH alvöru Kyocera skýrsla.Fékk þessa senda í dag.Gjörsamlega galið að Viðar Ari sé ekki valinn í þetta landslið.Kannski vænlegri leið að vera bekkjarmatur, vera með gott eftirnafn eða úr réttu ættunum.Annars góður - Áfram Ísland@footballiceland @Fotboltinet pic.twitter.com/XG48XXj1B2— Anton Sverrir Jensson (@AntonSverrir) November 14, 2021 „Auðvitað var maður hundsvekktur. Ég var að eiga mitt besta tímabil til þessa á ferlinum. Markahæstur í mínu liði og minnir að ég hafi verið fimmti markahæstur í Noregi. Það var mikið af breytingum í landsliðinu og margir nýir að koma inn.“ „Maður vonaðist eftir því að fá tækifæri en það kom ekki að þessu sinni. Maður verður bara að halda áfram og gera betur, gömul góð klisja aftur. Þetta var samt auðvitað svekkjandi en við gefumst ekkert upp. Við eigum nóg inni og aðalmarkmiðið mitt er að komast í landsliðshópinn.“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, heyrði þó í Viðari Ara á liðnu ári. „Ég fékk bara jákvætt ´feedback´ frá honum. Ég er vongóður þar sem maður er alltaf inn í myndinni ef maður stendur sig vel. Ég verð bara að halda áfram og sjá hvað gerist,“ sagði Viðar Ari Jónsson að lokum. Hann er nú staddur á Íslandi í verðskulduðu jólafríi áður en hann ákveður hvað næsta skref á ferli sínum verður. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Hann jafnaði markamet Sandefjord í efstu deild og þakkar því góðu baklandi heima fyrir. Í fyrri hluta viðtalsins við Vísi fór hann yfir hvernig það hjálpaði honum innan vallar að verða fjölskyldufaðir utan vallar. Þá fór hann yfir tímabilið með Sandefjord þar sem allt gekk upp persónulega og nokkuð vel hjá liði sem spáð falli hvert sem litið var. Frétt Viðar Ari er samningslaus í dag en flýtir sér hægt. Þá ræddi hann einnig stöðu sína innan íslenska landsliðsins en það eru hartnær fjögur ár síðan hann spilaði síðast landsleik. „Það er eitthvað verið að þreifa fyrir sér en allt voða rólegt eins og staðan er í dag. Það er mikill áhugi frá Sandefjord að halda mér, skiljanlega,“ sagði Viðar Ari og hló er hann ræddi samningsmál sín. „Það hafa einhver lið frá Norðurlönd haft samband og svo er áhugi frá allskonar löndum. Það hafa einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og WhatsApp, bjóðandi manni hitt og þetta. Maður veit svo sem ekkert hvað er til í svoleiðis rugli svo ég tek því lítið alvarlega.“ „Það er áhugi víða sýnist mér í fljótu bragði. Ég vona það allavega eftir gott tímabil. Samt ekkert sem er farið neitt af stað, bara Sandefjord til þessa sem er með eitthvað á borðinu. Við ætlum samt aðeins að bíða og sjá, höldum öllu opnu sem stendur. Er til í að skoða næstum hvað sem er. Við erum mjög vongóð með framhaldið þar sem við vitum að eftir góða spilamennsku í ár gæti komið eitthvað spennandi.“ Kom aldrei til greina að koma heim Viðar Ari í leik með FH gegn Val sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Viðar Ari er búinn að vera í Noregi – með stuttu stoppi hjá FH – síðan 2017. Það hefur gengið upp og ofan en hann hefur aldrei lagt árar í bát og sagði það ekki hafa komið til greina að koma heim ef tímabilið í ár hefði endað illa. „Nei ég hefði ekki verið tilbúinn í það (að koma heim). Ég hefði viljað prófa að vera aðeins lengur út í heimi þar sem það er alltaf allt eins heima á Íslandi. Ég kom heim í FH sumarið 2018 en var frekar týndur þá, sést kannski best á tímabilinu. Best að gleyma því bara,“ sagði Viðar Ari og hló. „Það var alveg auðvitað frábær tímasetning að byrja skora af fullt af mörkum núna, einmitt þegar ég er að renna út á samning. Hefði ekki getað byrjað að skora á betri tíma.“ „Auðvitað var maður hundsvekktur“ Anton Sverrir Jensson, góðvinur Viðars Ara, lagðist í ígrundaða heimildarvinnu fyrr á árinu þegar hann bar saman tölfræði Viðars Ara á leiktíðinni við þá sem voru í eða voru viðloðandi íslenska landsliðið. Viðar Ari á að baki fimm A-landsleiki en sá síðasti kom í ársbyrjun 2018. Um er að ræða fimm æfingaleiki á tólf mánaða tímabili. Hann spilaði í 0-1 tapi gegn Síle og Mexíkó, 1-0 sigri á Írlandi ásamt 6-0 og 4-1 sigrum á Indónesíu. Íslenska landsliðið var ekki upp á sitt besta í ár og mikið af breytingum gerðar milli leikja. Viðar Ari fékk kallið þó ekki að þessu sinni. ATH alvöru Kyocera skýrsla.Fékk þessa senda í dag.Gjörsamlega galið að Viðar Ari sé ekki valinn í þetta landslið.Kannski vænlegri leið að vera bekkjarmatur, vera með gott eftirnafn eða úr réttu ættunum.Annars góður - Áfram Ísland@footballiceland @Fotboltinet pic.twitter.com/XG48XXj1B2— Anton Sverrir Jensson (@AntonSverrir) November 14, 2021 „Auðvitað var maður hundsvekktur. Ég var að eiga mitt besta tímabil til þessa á ferlinum. Markahæstur í mínu liði og minnir að ég hafi verið fimmti markahæstur í Noregi. Það var mikið af breytingum í landsliðinu og margir nýir að koma inn.“ „Maður vonaðist eftir því að fá tækifæri en það kom ekki að þessu sinni. Maður verður bara að halda áfram og gera betur, gömul góð klisja aftur. Þetta var samt auðvitað svekkjandi en við gefumst ekkert upp. Við eigum nóg inni og aðalmarkmiðið mitt er að komast í landsliðshópinn.“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, heyrði þó í Viðari Ara á liðnu ári. „Ég fékk bara jákvætt ´feedback´ frá honum. Ég er vongóður þar sem maður er alltaf inn í myndinni ef maður stendur sig vel. Ég verð bara að halda áfram og sjá hvað gerist,“ sagði Viðar Ari Jónsson að lokum. Hann er nú staddur á Íslandi í verðskulduðu jólafríi áður en hann ákveður hvað næsta skref á ferli sínum verður.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira