Tvær vítaspyrnur frá Jorginho sá til þess að Chelsea vann á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2021 19:30 Jorginho skoraði tvö mörk í dag. Twitter/Opta Jorginho skoraði tvívegis og Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í rúma þrjá mánuði er Chelsea vann 3-1 sigur á Aston Villa í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa var án þjálfara síns, Steven Gerrard, í dag þar sem hann er fastur í einangrun með kórónuveiruna. Gestirnir höfðu aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum og ljóst að leikur dagsins yrði hörkuskemmtun. Heimamenn komust yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar fyrirgjöf Matt Targett straukst af höfðinu á Reece James og flaug yfir Edouard Mendy í marki Chelsea. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Matty Cash braut af sér innan vítateigs. Ítalski Brasilíumaðurinn Jorginho steig á punktinn og tók sína frægu hopp-vítaspyrnu, Emiliano Martinez í rangt horn og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Romelu Lukaku kom inn af varamannabekk Chelsea í hálfleik og tókst loksins að setja mark sitt á leikinn. Þegar tíu mínútur voru liðnar stangaði hann fyrirgjöf Callum Hudson-Odoi í netið og skoraði fyrsta mark sitt í rúma þrjá mánuði. 9 - Romelu Lukaku has scored nine goals in 10 Premier League appearances against Aston Villa; he hasn't scored more against any other opponent in the big-five European leagues in his career. Villain. pic.twitter.com/1041ej5fAC— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2021 Undir lok leiks fengu gestirnir aðra vítaspyrnu eftir að Ezri Konsa gerðist brotlegur innan vítateigs. Aftur fór Jorginho á punktinn og aftur skoraði hann þó Martinez hafi verið nær að verja þessa spyrnu. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn þýðir að Chelsea er í 3. sæti með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City. Aston Villa er í 10. sæti með 22 stig. Enski boltinn Fótbolti
Jorginho skoraði tvívegis og Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í rúma þrjá mánuði er Chelsea vann 3-1 sigur á Aston Villa í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa var án þjálfara síns, Steven Gerrard, í dag þar sem hann er fastur í einangrun með kórónuveiruna. Gestirnir höfðu aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum og ljóst að leikur dagsins yrði hörkuskemmtun. Heimamenn komust yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar fyrirgjöf Matt Targett straukst af höfðinu á Reece James og flaug yfir Edouard Mendy í marki Chelsea. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Matty Cash braut af sér innan vítateigs. Ítalski Brasilíumaðurinn Jorginho steig á punktinn og tók sína frægu hopp-vítaspyrnu, Emiliano Martinez í rangt horn og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og allt jafnt er liðin gengu til búningsherbergja. Romelu Lukaku kom inn af varamannabekk Chelsea í hálfleik og tókst loksins að setja mark sitt á leikinn. Þegar tíu mínútur voru liðnar stangaði hann fyrirgjöf Callum Hudson-Odoi í netið og skoraði fyrsta mark sitt í rúma þrjá mánuði. 9 - Romelu Lukaku has scored nine goals in 10 Premier League appearances against Aston Villa; he hasn't scored more against any other opponent in the big-five European leagues in his career. Villain. pic.twitter.com/1041ej5fAC— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2021 Undir lok leiks fengu gestirnir aðra vítaspyrnu eftir að Ezri Konsa gerðist brotlegur innan vítateigs. Aftur fór Jorginho á punktinn og aftur skoraði hann þó Martinez hafi verið nær að verja þessa spyrnu. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn þýðir að Chelsea er í 3. sæti með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City. Aston Villa er í 10. sæti með 22 stig.