Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 13:19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni koma fyrirtækjum til aðstoðar án þess að það hafi verið tilgreint nánar. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja. Ríkisstjórnin kynnti í gær víðtækar samkomutakmarkanir vegna vaxandi útbreiðslu nýjasta afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að neyðarstjórn borgarinnar hafi fundað eftir að ný reglugerð stjórnvalda hefði verið kynnt. Hann saknaði þess að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Dagur segir margvíslegan rekstur þurfa á jólavertíðinni að halda til að rétta úr kútnum. Janúar og febrúar geti orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst í veitingarekstri, viðburðahaldi, sviðlist og ferðaþjónustu. Dagur B. Eggertsson vill að stjórnvöld skilji fyrirtæki ekki eftir í óvissu yfir hátíðarnar.Vísir/Vilhelm „Mér finnst skipta miklu máli að ríkisstjórn og Alþingi gefi miklu skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna vegna faraldursins yfir hátíðarnar,“ segir borgarstjóri. Skýra þurfi hvaða úrræði verði endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að stjórnvöld hefðu kveðið skýrt upp úr með að komið yrði til móts við þá sem yrðu fyrir skertum opnunartíma vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. „Nú eru hlutirnir enn og aftur að breytast og ný veira að dreifa sér hraðar en við höfum áður séð. Það kallar sömuleiðis á viðbrögð. Við ætlum bara að vera samkvæm sjálfum okkur í viðbrögðum. Við höfum alltaf brugðist við í samræmi við aðstæður,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni bregðast við ef það þrengdi í búi núna vegna sóttvarnaráðstafana og aðgerða stjórnvalda. „Þá getur það vel réttlætt að við virkjum að nýju úrræði sem hafa reynst vel.“ Eru hótel þar undir til dæmis? „Það gæti verið. En nú verðum við aðeins að áskilja okkur rétt til að meta þessa stöðu,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær víðtækar samkomutakmarkanir vegna vaxandi útbreiðslu nýjasta afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að neyðarstjórn borgarinnar hafi fundað eftir að ný reglugerð stjórnvalda hefði verið kynnt. Hann saknaði þess að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Dagur segir margvíslegan rekstur þurfa á jólavertíðinni að halda til að rétta úr kútnum. Janúar og febrúar geti orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst í veitingarekstri, viðburðahaldi, sviðlist og ferðaþjónustu. Dagur B. Eggertsson vill að stjórnvöld skilji fyrirtæki ekki eftir í óvissu yfir hátíðarnar.Vísir/Vilhelm „Mér finnst skipta miklu máli að ríkisstjórn og Alþingi gefi miklu skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna vegna faraldursins yfir hátíðarnar,“ segir borgarstjóri. Skýra þurfi hvaða úrræði verði endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að stjórnvöld hefðu kveðið skýrt upp úr með að komið yrði til móts við þá sem yrðu fyrir skertum opnunartíma vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. „Nú eru hlutirnir enn og aftur að breytast og ný veira að dreifa sér hraðar en við höfum áður séð. Það kallar sömuleiðis á viðbrögð. Við ætlum bara að vera samkvæm sjálfum okkur í viðbrögðum. Við höfum alltaf brugðist við í samræmi við aðstæður,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni bregðast við ef það þrengdi í búi núna vegna sóttvarnaráðstafana og aðgerða stjórnvalda. „Þá getur það vel réttlætt að við virkjum að nýju úrræði sem hafa reynst vel.“ Eru hótel þar undir til dæmis? „Það gæti verið. En nú verðum við aðeins að áskilja okkur rétt til að meta þessa stöðu,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20