Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög landsmannna hafi sitt að segja þegar kemur að útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09
Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01