UNICEF sendir hjálpargögn á hamfarasvæði Filippseyja Heimsljós 22. desember 2021 11:35 Starfsmenn og samstarfsaðilar UNICEF með hjálpargögn fyrir Filippseyjar. UNICEF Hátt í níuhundruð þúsund börn þarfnist aðstoðar. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 845 þúsund börn á hamfarasvæðum fellibylsins Rai á Filippseyjum þarfnist neyðaraðstoðar. UNICEF hefur brugðist við og sent nauðsynleg grunnhjálpargögn á vettvang meðan áframhaldandi mat er lagt á ástandið og þörfina. Að sögn UNICEF er nauðsynlegt að tryggja næringu, vatn, lyf, föt, tímabundið skjól og viðbragðspakka við hamförum til heilbrigðisstofnana, svo fátt eitt sé nefnt. „Hugur okkar er hjá börnunum og fjölskyldum þeirra sem lentu í fellibylnum. Fjölmörg börn munu verja hátíðunum í ár svöng, köld, án þaks yfir höfuðið og í áfalli. UNICEF vinnur að því að koma til móts við brýnustu þarfir þessa fólks ásamt stjórnvöldum og samstarfsaðilum á svæðinu,“ segir Oyunsaikhan Dendevonorov, fulltrúi UNICEF á Filippseyjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Filippseyjar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 845 þúsund börn á hamfarasvæðum fellibylsins Rai á Filippseyjum þarfnist neyðaraðstoðar. UNICEF hefur brugðist við og sent nauðsynleg grunnhjálpargögn á vettvang meðan áframhaldandi mat er lagt á ástandið og þörfina. Að sögn UNICEF er nauðsynlegt að tryggja næringu, vatn, lyf, föt, tímabundið skjól og viðbragðspakka við hamförum til heilbrigðisstofnana, svo fátt eitt sé nefnt. „Hugur okkar er hjá börnunum og fjölskyldum þeirra sem lentu í fellibylnum. Fjölmörg börn munu verja hátíðunum í ár svöng, köld, án þaks yfir höfuðið og í áfalli. UNICEF vinnur að því að koma til móts við brýnustu þarfir þessa fólks ásamt stjórnvöldum og samstarfsaðilum á svæðinu,“ segir Oyunsaikhan Dendevonorov, fulltrúi UNICEF á Filippseyjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Filippseyjar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent