Segir að öllum sé slétt sama um velferð leikmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 13:31 Jordan Henderson segir að álagið yfir jólahátíðina sé alltof mikið. epa/PETER POWELL Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að öllum virðist vera slétt sama um velverð leikmanna. Mikið álag er á Liverpool um hátíðarnar en liðið leikur fimm leiki á tveimur vikum, þrátt fyrir að meiðsli og kórónuveiran hafi gert því skráveifu. Liverpool mætir Leicester City í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil ákefðin er,“ sagði Henderson við BBC. „Fyrir okkur er fótboltinn allt og við viljum geta lagt okkur alla fram í hvert einasta sinn sem við stígum inn á völlinn. En því miður er það erfitt að á þessum tíma. Þetta hefur verið svona í nokkur ár og verið erfitt en núna bætist Covid ofan á og gerir þetta enn erfiðara og verra.“ Þrátt fyrir að smitum innan herbúða liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafi fjölgað mjög var ákveðið að halda keppni áfram um hátíðirnar. Sex af leikjunum tíu sem áttu að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi var frestað. „Ákvarðanir eru teknar og auðvitað viljum við sem leikmenn spila. En ég hef áhyggjur af velferð leikmanna og finnst að enginn taki hana nógu alvarlega sérstaklega í þessu árferði, með Covid,“ sagði Henderson. „Við reynum að ræða okkar á milli og hafa einhver áhrif í framtíðinni en eins og staðan er núna finnst mér eins og það sé ekki borin virðing fyrir leikmönnum að því leyti þeir hafi ekki talsmann og hafi vald til að mótmæla og segja að þetta sé ekki í lagi út frá heilsu þeirra.“ Henderson missti af jafntefli Liverpool og Tottenham, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna flensu. Nokkrir aðrir leikmenn voru frá vegna kórónuveirusmita og meiðsla. Leikur Liverpool og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Mikið álag er á Liverpool um hátíðarnar en liðið leikur fimm leiki á tveimur vikum, þrátt fyrir að meiðsli og kórónuveiran hafi gert því skráveifu. Liverpool mætir Leicester City í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil ákefðin er,“ sagði Henderson við BBC. „Fyrir okkur er fótboltinn allt og við viljum geta lagt okkur alla fram í hvert einasta sinn sem við stígum inn á völlinn. En því miður er það erfitt að á þessum tíma. Þetta hefur verið svona í nokkur ár og verið erfitt en núna bætist Covid ofan á og gerir þetta enn erfiðara og verra.“ Þrátt fyrir að smitum innan herbúða liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafi fjölgað mjög var ákveðið að halda keppni áfram um hátíðirnar. Sex af leikjunum tíu sem áttu að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi var frestað. „Ákvarðanir eru teknar og auðvitað viljum við sem leikmenn spila. En ég hef áhyggjur af velferð leikmanna og finnst að enginn taki hana nógu alvarlega sérstaklega í þessu árferði, með Covid,“ sagði Henderson. „Við reynum að ræða okkar á milli og hafa einhver áhrif í framtíðinni en eins og staðan er núna finnst mér eins og það sé ekki borin virðing fyrir leikmönnum að því leyti þeir hafi ekki talsmann og hafi vald til að mótmæla og segja að þetta sé ekki í lagi út frá heilsu þeirra.“ Henderson missti af jafntefli Liverpool og Tottenham, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna flensu. Nokkrir aðrir leikmenn voru frá vegna kórónuveirusmita og meiðsla. Leikur Liverpool og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira