Tiger Woods og sonur hans eru rosalega líkir á golfvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 11:30 Tiger Woods fylgist hér með syni sínum Charlie Woods setja niður pútt á mótinu um helgina. AP/Scott Audette PGA tók saman skemmtilegt myndband af Tiger Woods að fylgjast með hreyfingum og kækjum sonar síns en svo ótrúlega margt hjá stráknum er nánast eins og hjá honum sjálfum. Tiger Woods og tólf ára sonur hans Charlie Axel Woods spiluðu saman á PNC mótinu um helgina og voru hársbreidd frá sigri á mótinu þrátt fyrir að Tiger sé nýkominn aftur inn á golfvöllinn eftir bílslysið í febrúar. 77 million views. Make it 77 million and one. @TigerWoods watches : . pic.twitter.com/pfBYcx374d— PGA TOUR (@PGATOUR) December 14, 2021 Þeir léku samtals á 25 höggum undir pari og voru tveimur höggum frá sigri. Um tíma náðu þeir ellefu fuglum í röð. Tiger settist niður og fékk að sjá myndbandið með honum og Charlie. Hann gat ekki annað brosað af því þegar feðgar hreyfðu sig nánast alveg eins. „Það er tvennt sem stendur upp úr og það er tímasetningin á snúningnum og hvernig við tökum upp tíið,“ sagði Tiger Woods. Hann benti líka á hvernig þeir strjúka á sér nefið. „Við erum báðir með ofnæmi og erum stundum í vandræðum á golfvellinum þegar vindurinn blæs,“ sagði Tiger. Watching in awe. 11 birdies in a row for Team Woods. pic.twitter.com/iIP9S4UDOZ— PGA TOUR (@PGATOUR) December 19, 2021 Það má sjá þá slá boltann, pútta og fagna góðum höggum. Það er nánast eins og um sama mann sé að ræða nema að það er vara lítil útgáfa af honum. „Þetta er æðislegt,“ sagði Tiger brosandi eftir að hann hafði horft á myndbandið sem má sjá hér fyrir ofan. Tiger sækist ekki eftir að vera þjálfari stráksins. „Ég er faðir hans en ekki þjálfari hans. Ef hann vill læra eitthvað um golf þá getur hann spurt mig. Ég get svarað þeim spurningum. Mitt starf sem hins vegar að vera pabbi hans og sjá til þess að hann sé með rétt hluti í forgangi. Ef hann vill spila þessa þá íþrótt þá verður það bara þannig,“ sagði Tiger. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods og tólf ára sonur hans Charlie Axel Woods spiluðu saman á PNC mótinu um helgina og voru hársbreidd frá sigri á mótinu þrátt fyrir að Tiger sé nýkominn aftur inn á golfvöllinn eftir bílslysið í febrúar. 77 million views. Make it 77 million and one. @TigerWoods watches : . pic.twitter.com/pfBYcx374d— PGA TOUR (@PGATOUR) December 14, 2021 Þeir léku samtals á 25 höggum undir pari og voru tveimur höggum frá sigri. Um tíma náðu þeir ellefu fuglum í röð. Tiger settist niður og fékk að sjá myndbandið með honum og Charlie. Hann gat ekki annað brosað af því þegar feðgar hreyfðu sig nánast alveg eins. „Það er tvennt sem stendur upp úr og það er tímasetningin á snúningnum og hvernig við tökum upp tíið,“ sagði Tiger Woods. Hann benti líka á hvernig þeir strjúka á sér nefið. „Við erum báðir með ofnæmi og erum stundum í vandræðum á golfvellinum þegar vindurinn blæs,“ sagði Tiger. Watching in awe. 11 birdies in a row for Team Woods. pic.twitter.com/iIP9S4UDOZ— PGA TOUR (@PGATOUR) December 19, 2021 Það má sjá þá slá boltann, pútta og fagna góðum höggum. Það er nánast eins og um sama mann sé að ræða nema að það er vara lítil útgáfa af honum. „Þetta er æðislegt,“ sagði Tiger brosandi eftir að hann hafði horft á myndbandið sem má sjá hér fyrir ofan. Tiger sækist ekki eftir að vera þjálfari stráksins. „Ég er faðir hans en ekki þjálfari hans. Ef hann vill læra eitthvað um golf þá getur hann spurt mig. Ég get svarað þeim spurningum. Mitt starf sem hins vegar að vera pabbi hans og sjá til þess að hann sé með rétt hluti í forgangi. Ef hann vill spila þessa þá íþrótt þá verður það bara þannig,“ sagði Tiger.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira