„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. desember 2021 23:28 Kári Stefánsson telur nú auknar líkur á því að við náum blauta sápustykkinu. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira