„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. desember 2021 23:28 Kári Stefánsson telur nú auknar líkur á því að við náum blauta sápustykkinu. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira